Það fylgir endalokum deildakeppninnar ár hvert ákveðin hryggð. Þá liggja úrslit fyrir og lið utan úrslitakeppninnar geta ekki með nokkru móti blandað sér í baráttuna. Sorgin varir þó stutt því spennan mætir á svæðið vopnuð glæstum vonum og gaddavír. Í ár er ekki laust við að önnur tilfinning láti á sér kræla: léttir. Þetta hafðist. NFL bolti var spilaður á leikvelli heimsfaraldurs, sem þakinn var jarðsprengjum þar sem allt hékk á bláþræði.
Fyrir mót settist höfundur niður og reyndi að sjá fyrir fjölda sigurleikja hjá hverju liði fyrir sig en vísindin voru einföld: fleiri eða færri sigurleikir miðað við spá veðbanka. Einnig læt ég fylgja með viðeigandi brot úr röksemdafærslu hverrar spár sem fylgdi með í upprunalegu greininni.
Arizona Cardinals
Veðbanki: 7 sigrar
Mín spá: Yfir
Raunverulegir sigurleikir: 8
Niðurstaða: Rétt
Textabrot: “Þeir eru með sex mjög vinnanlega leiki í kortunum gegn WAS, DET, NYJ, MIA, CAR og NYG.”
Atlanta Falcons
Veðbanki: 7,5 sigrar
Mín spá: Undir
Raunverulegir sigurleikir: 4
Niðurstaða: Rétt
Textabrot: “14 af 16 mótherjum Atlanta í vetur eru yfir meðallagi góð gegn sendingunni og sóknarleikur Atlanta lifir á sendingunni.”
Baltimore Ravens
Veðbanki: 11,5 sigrar
Mín spá: Yfir
Raunverulegir sigurleikir: 11
Niðurstaða: Rangt
Textabrot: “Þetta er lið sem vann 14 leiki í fyrra og ég trúi ekki að þeir fari niður fyrir 12 sigra í vetur.”
Buffalo Bills
Veðbanki: 8,5
Mín spá: Undir
Raunverulegir sigurleikir: 13
Niðurstaða: Rangt
Textabrot: “…en ég er þó ansi ragur við að treysta á að Josh Allen sé nægilega góður til að stýra liðinu í annað 10 sigra tímabil.”
Carolina Panthers
Veðbanki: 5,5 sigrar
Mín spá: Undir
Raunverulegir sigurleikir: 5
Niðurstaða: Rétt
Textabrot: “Allt tekur sinn tíma og óráðlegt er að búast við einhverri flugeldasýningu á næstunni.”
Chicago Bears
Veðbanki: 8 sigrar
Mín spá: Undir
Raunverulegir sigurleikir: 8
Niðurstaða: Rangt
Textabrot: “Hér langar mig að segja að Chicago vinni átta leiki eins og í fyrra, en tek þó undir frekar en yfir.”
Cincinnati Bengals
Veðbanki: 5,5 sigrar
Mín spá: Undir
Raunverulegir sigurleikir: 4
Niðurstaða: Rétt
Textabrot: “Sóknarlínan eflist með tilkomu Jonah Williams en hún verður líklega sú versta í deildinni í vetur.”
Cleveland Browns
Veðbanki: 8,5 sigrar
Mín spá: Yfir
Raunverulegir sigurleikir: 11
Niðurstaða: Rétt
Textabrot: “Jack Conklin og Jedrick Wills ættu að þétta línuna en nýr þjálfari liðsins Kevin Stefanski mun líklega koma til með að nota 12 personnel meira í vetur sem skýrir afhverju liðið sótti innherjann Austin Hooper á opnum markaði.”
Dallas Cowboys
Veðbanki: 9,5 sigrar
Mín spá: Yfir
Raunverulegir sigurleikir: 6
Niðurstaða: Rangt
Textabrot: “Leikjaplanið er í meðallagi erfitt/létt og Dak Prescott mun vilja sýna öllum heiminum að hann sé peninganna virði.”
Denver Broncos
Veðbanki: 7,5 sigrar
Mín spá: Yfir
Raunverulegir sigurleikir: 5
Niðurstaða: Rangt
Textabrot: “Liðið á séns að vinna 10 leiki EF Drew Lock er maðurinn. Annars verður þetta 6 sigra lið.”
Detroit Lions
Veðbanki: 6,5 sigrar
Mín spá: Undir
Raunverulegir sigurleikir: 5
Niðurstaða: Rétt
Textabrot: “Ég hef enga trú á Matt Patricia og tel það hafa verið mistök að reka hann ekki í lok tímabils í fyrra.”
Green Bay Packers
Veðbanki: 9 sigrar
Mín spá: Yfir
Raunverulegir sigurleikir: 13
Niðurstaða: Rétt
Textabrot: “Aaron Rodgers á, að ég trúi, helling inni og er hans tími er langt frá því að vera kominn.”
Houston Texans
Veðbanki: 7,5 sigrar
Mín spá: Undir
Raunverulegir sigurleikir: 4
Niðurstaða: Rétt
Textabrot: “Deshaun Watson er eitt besta sjónvarpsefnið sem NFL deildin er að bjóða upp á. Auka sögupersónurnar í þessu Houston leikriti eru hinsvegar þunnar og illa skrifaðar.”
Indianapolis Colts
Veðbanki: 9 sigrar
Mín spá: Undir
Raunverulegir sigurleikir: 11
Niðurstaða: Rangt
Textabrot: “Colts eru vissulega stabílt og gott félag með frábæra sóknarlínu en ég veit ekki hvort það dugi til. Það verður þó unaður að fylgjast með Jonathan Taylor!”
Jacksonville Jaguars
Veðbanki: 5 sigrar
Mín spá: Undir
Raunverulegir sigurleikir: 1
Niðurstaða: Rétt
Textabrot: “Jacksonville eru ekki reiðubúnir að keppast um neitt nema valrétti í fyrstu umferð. Það nær því miður bara ekki lengra”
Kansas City Chiefs
Veðbanki: 11,5 sigrar
Mín spá: Yfir
Raunverulegir sigurleikir: 14
Niðurstaða: Rétt
Textabrot: “Aldrei í hættu. Málið leyst.”
Las Vegas Raiders
Veðbanki: 7,5 sigrar
Mín spá: Undir
Raunverulegir sigurleikir: 8
Niðurstaða: Rangt
Textabrot: “AFC West, að Chiefs undanskildum, er gríðarlega flókið stærðfræðidæmi í mínum huga.”
Los Angeles Chargers
Veðbanki: 7,5 sigrar
Mín spá: Undir
Raunverulegir sigurleikir: 7
Niðurstaða: Rétt
Textabrot: “Hef enga tröllatrú á Tyrod Taylor og held að Justin Herbert þurfi tvö ár í hið minnsta til að koma sér á NFL víddina.”
Los Angeles Rams
Veðbanki: 8,5 sigrar
Mín spá: Yfir
Raunverulegir sigurleikir: 10
Niðurstaða: Rétt
Textabrot: “Hér þrykki ég á yfir takkann og tek annan skammt af ofskynjunarlyfjunum.”
Miami Dolphins
Veðbanki: 6 sigrar
Mín spá: Undir
Raunverulegir sigurleikir: 10
Niðurstaða: Rangt
Textabrot: “Það er allavega eitt ár í að Miami fara að keppa um eitthvað annað en tvö síðustu sætin í AFC East.”
Minnesota Vikings
Veðbanki: 8,5 sigrar
Mín spá: Yfir
Raunverulegir sigurleikir: 7
Niðurstaða: Rangt
Textabrot: “Liðið missti Stefon Diggs en valdi Justin Jefferson frá LSU í nýliðavalinu sem gæti orðið sterkur leikmaður í framtíðinni.”
New England Patriots
Veðbanki: 9,5 sigrar
Mín spá: Undir
Raunverulegir sigurleikir: 7
Niðurstaða: Rétt
Textabrot: “Þeir eiga átta vinnanlega leiki gegn MIA (2x), LVR, DEN, NYJ (2x), HOU og ARI. Ég býst samt ekki við að þeir vinni alla þessa átta leiki. Þeir taka 4-5 af þessum leikjum og ná í mesta lagi í 7 sigra í ár”
New Orleans Saints
Veðbanki: 10,5 sigrar
Mín spá: Yfir
Raunverulegir sigurleikir: 12
Niðurstaða: Rétt
Textabrot: “Saints eru með besta liðið á pappír með stabíla stjórn á bakvið sig. Sean Payton siglir þessu í 11+ sigra. Létt.”
New York Giants
Veðbanki: 6 sigrar
Mín spá: Undir
Raunverulegir sigurleikir: 6
Niðurstaða: Rangt
Textabrot: “Glænýtt þjálfarateymi og virkilega ógnvekjandi leikjaplan er uppskrift að erfiðleikum.”
New York Jets
Veðbanki: 6,5 sigrar
Mín spá: Undir
Raunverulegir sigurleikir: 2
Niðurstaða: Rétt
Textabrot: “Ég hef voðalega litla trú á Adam Gase og hans vinnu í fótbolta geiranum.”
Philadelphia Eagles
Veðbanki: 9,5 sigrar
Mín spá: Yfir
Raunverulegir sigurleikir: 4
Niðurstaða: Rangt
Textabrot: “Javon Hargrave, Darius Slay og Nickell Robey-Coleman munu koma til með að styrkja vörnina sem missti Malcolm Jenkins í sumar en það er nóg í þetta Eagles lið spunnið til að sækja 10+ sigra.”
Pittsburgh Steelers
Veðbanki: 9 sigrar
Mín spá: Yfir
Raunverulegir sigurleikir: 12
Niðurstaða: Rétt
Textabrot: “Ég veðja á að Ben verði þokkalegur og að Steelers fari í 10 sigurleiki.”
San Francisco 49ers
Veðbanki: 10,5 sigrar
Mín spá: Yfir
Raunverulegir sigurleikir: 6
Niðurstaða: Rangt
Textabrot: “Vörnin hjá 49ers lítur skrambi vel út og enginn mun hafa áhyggjur af sókninni.”
Seattle Seahawks
Veðbanki: 9,5 sigrar
Mín spá: Yfir
Raunverulegir sigurleikir: 12
Niðurstaða: Rétt
Textabrot: “Seattle hafa ekki skilað inn sigurhlutfalli undir 56,25% síðan Russell Wilson kom inn í deildina. Það verður engin breyting á í ár en samstarf Wilson og D.K. Metcalf mun halda áfram að blómstra…”
Tampa Bay Buccaneers
Veðbanki: 9,5 sigrar
Mín spá: Undir
Raunverulegir sigurleikir: 11
Niðurstaða: Rangt
Textabrot: “Brady þarf að koma inn í spánnýtt umhverfi og læra nýjar brellur og siði, það gæti kostað 1-2 sigra en ég hugsa að þeir endi með 9 kvikindi þegar uppi er staðið.”
Tennessee Titans
Veðbanki: 8,5 sigrar
Mín spá: Yfir
Raunverulegir sigurleikir: 11
Niðurstaða: Rétt
Textabrot: “Þeir eru búnir að semja við Ryan Tannehill og Derrick Henry, A.J. Brown er orðinn reynslunni ríkari og ætti bara að eflast.”
Washington Football Team
Veðbanki: 5 sigrar
Mín spá: Undir
Raunverulegir sigurleikir: 7
Niðurstaða: Rangt
Textabrot: “Fótboltaliðið er illa hannað og ekki í stakk búið að innleiða sigurmenningu. Varnarlínan er þó hrútflott og gæti verið sú besta í deildinni.”
Þegar öll atkvæði hafa verið talin er ljóst að höfundur náði 18 réttum og hafði þar af leiðandi 14 ranga (þar af tvo sem aldrei var hægt að hafa rétta). Eagles, Cowboys, Bills og Dolphins veðmálin voru einna verst og ættu sumir að skammast sín, sér í lagi höfundur. 56,25% siguhlutfall er þó viðunandi því you can’t go broke taking a profit.