Fyrir stuttu tók ég saman fjölda Twitter-fylgjenda NFL liða en sá fjöldi taldi allt í allt 56.6M fylgjenda. Í dag er komið að því að skoða framgöngu liðanna 32 á samskiptamiðlinum Instagram.
Það kom fljótlega í ljós að þónokkuð færri kjósa að elta liðin sín á Instagram en samtals fjöldi fylgjenda NFL liðanna er einungis 42.8M. Aðeins þrjú lið eru með fleiri fylgjendur á IG en Twitter: Seattle Seahawks, New York Giants og Los Angeles Rams.
