Ritstjórnin tók saman fjölda fylgjenda NBA liðanna á Twitter og setti upp í stærðarröð en nokkrir hlutir komu á óvart.
Chicago Bulls eru margfalt ofar en mann hafði grunað, því eins og við vitum öll hefur gengi Nautanna verið áþreifanlega lélegt. Sögufrægðin virðist vera nautsterk.
Það sem kemur hinsvegar mest á óvart er staðsetning Denver Nuggets á þessum lista. Nuggets hafa verið með mjög skemmtilegt og áhorfanlegt lið í nokkur ár núna en hafa samt bara einu sinni komist á úrslitakeppnina undir Mike Malone.
Ég tók saman sömu tölur fyrir NFL-deildina en mikill munur er á fjölda fylgjenda deildanna, sérstaklega á toppinum. Lið NBA deildarinnar eiga 66.1M fylgjenda gegn 56.6M fylgjenda NFL deildarinnar en það má taka fram að það eru 32 lið í NFL deildinni.
Ég veit ekki afhverju ég setti dollaramerki fyrir framan fylgjendafjöldann en þið getið reynt að útiloka þá steypu eftir fremsta megni.
