Þá er biðin endalausa afstaðin og nýliðaval NFL farið af stað! Á miðnætti í gær hófst viðburðurinn og lauk fyrstu umferðinni um fjögur leytið í morgun. Þrátt fyrir mikla umfjöllun um að breytt viðmót valsins myndi koma til með að hafa áhrif á allan pakkann og við fengjum að sjá allskonar sirkusatriði, þá gerðist í raun aldrei neitt slíkt.
Alls voru fjögur skipti í valröðunarstiganum en fyrstu skiptin komu þegar Tampa færði sig upp um einn rass til að tryggja sér sóknartæklarann Tristan Wirfs frá Iowa. Chargers-menn tryggðu sér annan valrétt í fyrstu umferð þegar þeir sóttu línuvörðinn Kenneth Murray númer 23. 49ers og Packers klifruðu síðan upp í valrétti 25 og 26 og sóttu Brandon Aiyuk og Jordan Love.

Þetta koma engum á óvart en þessu hafði verið búið að spá síðan Alþingi var stofnað. Risa pikk fyrir klúbbinn en Joe Burrow er alvöru hólkur en það mun mikið ríða á dreng við að snúa félaginu við.
A+

Washington spiluðu þetta rétt og tóku besta leikmann árgangsins. Chase Young til Rivera í höfuðborginni. Það er ekki hægt að klikka á þessu pikki. Sórkostlegur leikmaður sem mun koma til með að setja mark sitt á deildina frá fyrsta degi.
A+

Enn og aftur, ekkert kemur á óvart hér. Lions losuðu sig við Darius Slay í síðasta mánuði en það hafði myndast létt hatur á milli hans og Matt Patricia. Slay vildi líka nýjan og stærri samning svo þeir losuðu sig við hann og finna hér arftaka hans númer 3. Okudah til Lions. Besti bakvörðurinn í valinu.
A

Andrew Thomas frá Georgia var fyrsti sóknartæklarinn af borðinu en það þótti nokkuð ljóst að Giants-menn myndu taka sóknartæklara með þessum valrétt. Af þessum fjórum bestu tæklurum er Thomas kannski öruggasti kosturinn en hann er yfirleitt talinn slípaðasti tæklarinn úr hópnum.
B

Það gerðist síðan eftir allt saman! Eftir endalausa orðróma um að Dolphins væru að tapa viljandi til að eiga séns á Tua fór vindáttin að breytast á flestum bæjum. Seinustu vikuna fyrir fyrstu umferðina fór að klingja hæst í Justin Herbert bjöllunum. Miami stóðu patt með fimmta valréttinn og völdu sinn mann.
A

Eftir miklar eftirvæntingar um blóðuga baráttu á milli Chargers og Dolphins um Tua eða Herbert, þá var niðurstaðan bragðlaus. Chargers enda með Herbert en ég er langt frá því að vera hrifinn af þessu pikki á þessum stað. Herbert er ágætis leikstjórnandi sem gæti orðið meðalmaður í NFL en þetta er allt of hátt fyrir mig.
C-

Fyrsti valréttur í stjórnartíð Matt Rhule var varnarskrímslið Derrick Brown frá Auburn. Þetta er öflugur varnartæklari sem mældist illa á NFL Combine en það kom ekki að sök. Þetta val er nokkuð gott. Ég er ekkert alltof hrifinn af því en Isaiah Simmons hefði fengið mitt atkvæði hér.
B-

Bingó í sal! Þetta er hrikalega gott val hjá Steve Keim og félögum. Simmons er fjölhæfasti og hæfileikaríkasti leikmaður þessa nýliðavals og hann endar í eyðimörkinni. Vance Joseph, varnarþjálfari Cardinals, fær hér alvöru kjálka til að dekka innherja mótherjans eða útherja í hólfinu. Simmons getur líka spilað miðvörð en hann var allstaðar í vörn Brent Venables hjá Clemson.
A+

Þetta val helst ágætlega í hendur við framtíðarplön Jacksonville. Þau snúast líklega í kringum leikstjórnanda Clemson Tigers, Trevor Lawrence, sem getur gefið kost á sér í næsta nýliðaval. Henderson mun líklega ekki eiga neitt eftirminnilegt tímabil á sínu fyrsta ári í NFL en hæfileikarnir eru gífurlegir og hann gæti sprungið hressilega út á þarnæsta tímabili þegar Lawrence er að setja á sig Jaguars hjálminn í fyrsta skipti.
B

Browns halda áfram að styrkja sóknarlínuna sína en þeir taka hér manninn sem passaði blindu hlið Tua Tagovailoa í háskóla. Wills fer að öllum líkindum beint í vinstri tæklarann hjá Browns en Jack Conklin verður sennilega hægra megin. Lottó!
A

Mannplánetan Becton fer til Jets og Sam Darnold mátti ekki við því að stjórnarformenn liðsins myndu lúðra sig í nefið og taka eitthvað annað en lífvörð hérna. Giants, Browns og Jets gera það rétta í stöðunni og verja glænýjan leikstjórnanda sinn. Becton gæti þurft 1-2 tímabil til þess að finna taktinn en þessi jarðýta er rosalegur í hlaupablokkeringum. Hans helsta markmið verður að bæta sig í sendingavörn.
B

Einn af pennum Leikdags kallaði þetta í nýlegum pósti en Henry Ruggs fór fyrstur af útherjum árangangins. Henry Ruggs var útherji númer þrjú hjá Alabama í vetur á eftir Jeudy og Smith en hann býr yfir gífurlegum hraða og gæti hann orðið virkilega beittur útherji í framtíðinni. Þetta er samt nokkuð tæpt pikk þegar Jeudy og Lamb eru báðir lausir.
B-

Tampa færði sig upp um einn rass en þetta voru fyrstu valrétta viðskiptin í gær. Þeir gerðu það til að gulltryggja sér tæklarann frá Iowa, Tristan Wirfs. Wirfs er algjörlega bilaður íþróttamaður og er gegnheill stuldur númer 13. Hann spilaði hægramegin á línunni hjá Iowa en getur allt eins spilað vinstra megin. Tom hlýtur að vera sáttur.
A+

Hérna töldu margir líklegt að John Lynch og Kyle Shanahan myndu ráðast á útherja þar sem Jeudy og Lamb voru báðir enn á borðinu. Þeir fóru í aðra átt og fylla skarð DeForest Buckner með Javon Kinlaw frá South Carolina. Þetta er virkilega heilbrigt pikk en ég tæki Kinlaw framyfir Derrick Brown. Kinlaw er betri að ráðast á sendingamanninn heldur en Brown en þessi strákur en sjalgæfur.
A

Úff. Draumar mínir rættust svo sannarlega í nótt þegar John Elway valdi Jerry Jeudy framyfir CeeDee Lamb númer 15. Jeudy er sérstakur leikmaður með háskólagráðu í að hlaupa leiðir. Drew Lock getur ekki kvartað undan sóknarvopnum sem telja Courtland Sutton, Noah Fant, Jerry Jeudy, Melvin Gordon og Phillip Lindsay.
A+

Ég er hrifinn af þessu pikki og þessum leikmanni. Hann er með stórkostlega hreyfigetu og hefur allt til brunns að bera til að verða CB1 í þessari deild. Ég bjóst ekki við að hann færi svona ofarlega í fyrstu umferð en Falcons finna hér arftaka Desmond Trufant.
B

Enginn útherjanna þriggja fór í topp tíu og CeeDee Lamb féll til Cowboys númer 17. Vá. Þetta eru galin verðmæti fyrir sautjánda valrétt í fyrstu umferð en Lamb er eitraður útherji sem er bestur eftir grip. Hann getur búið til allskonar jarda á löppunum og á það til að grípa ótrúlegustu bolta.
A+

Þetta er rosalega snemmt fyrir Austin Jackson í mínum huga en hann er álitinn meira langtíma verkefni heldur en NFL leikmaður um þessar mundir. Hann hefur hæðina og lengdina sem þú vilt í vinstri sóknartæklarann en það þarf að vinna vel í honum. Þetta er ungur strákur sem gæti orðið góður einn daginn.
C

Mike Mayock kafar djúpt ofan í bakvarðarpokann og fiskar hér upp Ohio State bakvörðinn Damon Arnette. Arnette spilaði með Okudah í gríðarlega sterkri Ohio State vörninni. Það hefur verið töluvert bras á Arnette utanvallar en enginn efast um hæfileikana.
C+

Jacksonville sækja sér hérna skyndiliða frá LSU en Yannick Ngakoue er á förum frá félaginu. Þetta er annar leikmaður Jaguars í fyrstu umferðinni en þetta er á pari við hinn valréttinn. Leikmaður sem gæti þurft smá tíma áður en hann nær að setja mark sitt á félagið. Jacksonville vilja hvort eð er ekki vinna fótboltaleiki á næsta tímabili.
B

Philadelphia bráðvantaði útherja og kusu að velja Jalen Reagor frá TCU framyfir Justin Jefferson, fyrrum útherja LSU. Ég hef ekkert á móti Reagor sem leikmanni en þegar Jefferson er á borðinu þá tekuru hann. Reagor er eldsnöggur útherji sem skilaði puntum og spörkum fyrir liðið.
B-

Minnesota stökkva á Jefferson númer 22 og þakka guði fyrir hjálpina. Jefferson fer beinustu leið í byrjunarliðið hjá Vikings en Adam Thielen fer líklegast út á kant og JJ verður færður á milli hólfsins og hins kantsins.
A-

Chargers komu bakdyramegin inn í fyrstu umferðina með viðskiptum við Bill Belichick og New England Patriots. Þeim bráðvantar hjálp á sóknarlínuna en kjósa að nota valréttinn í línuvörðinn Kenneth Murray frá Oklahoma. Murray kemur til með að styrkja annað level varnarinnar í LA sem var nú þegar ógnvænleg. Þetta er samt sem áður klúður þegar Patrick Queen er enn laus.
B-

Saints tóku senterinn Eric McCoy með sínum fyrsta valrétti í fyrra (sem var í annarri umferð) og taka hér senterinn Cesar Ruiz frá Michigan í fyrstu umferð. Þeir gáfu sóknarverðinum Andrus Peat nýverið stóra framlengingu en Larry Warford, hægri sóknarvörðurinn, á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum. Líklega mun Ruiz koma til með að spila vörð fyrir Saints en McCoy stóð sig frábærlega í senternum í vetur.
B-

49ers slepptu því að taka Jeudy eða Lamb fyrr í umferðinni en koma sér ofar í neðri helmingnum til að velja Arizona State útherjann Brandon Aiyuk. Þetta er flott herkænska hjá Niners en Aiyuk er frábær á löppunum eftir grip og mun henta vel í sóknarplan Shanahan sem þarf ekki hlaupaleiða prófessora til að virka.
B+

Packers gerðu það sem ég spáði því að Pittsburgh myndi gera. Þeir færðu sig ofar og sóttu leikstjórnanda Utah State, Jordan Love, með 26. valréttinum. Aaron Rodgers er 36 ára gamall og ljóst er að Green Bay hafa hreðjarnar til að taka í gikkinn og undirbúa framtíðina án Rodgers. Love gæti setið og lært undir Rodgers í 2 ár og komið inn með látum árið 2022. Hann er framtíðarverkefni og margir stuðningsmenn ekki hrifnir af þessari ákvörðun en spurningin er hvort hefði ekki verið betra að finna leikmann hérna sem gæti hjálpað liðinu á næsta tímabili.
B

Seattle taka Jordyn Brooks frá Texas Tech með 27. valréttinum í fyrstu umferð. Þeir höfðu líklegast ekki samkeppni frá neinum en það er orðin árleg hefð, að því virðist, að Seahawks taki bara einhvern í fyrstu umferð. Þeir tóku L.J. Collier í fyrra en spekingar eru enn að leita af honum því ekkert hefur sést til hans síðan þá.
C

Þetta er leikmaðurinn sem Seattle hefðu skorað háa einkunn með hefðu þeir valið hann. Baltimore gera hinsvegar engin mistök og taka línuvörðinn eldfima frá LSU. Það er eiginlega ósanngjarnt að hann skuli endar hér. Glæsilegt val.
A

Jack Conklin samdi við Cleveland í viðskiptaglugganum og því vantaði Titans mann í hægri sóknartæklarann. Wilson spilaði hægri sóknartæklara fyrir Georgia Bulldogs og var því samherji Andrew Thomas sem fór til Giants númer 4. Wilson hefur verið að rísa hratt upp töfluna fyrir nýliðavalið og endar hér hjá Tennessee í lok 1. umferðar.
B

Dolphins færðu sig neðar í töfluna eftir viðskiptin við Green Bay og notuðu sinn seinasta valrétt í fyrstu umferð til að sækja sér bakvörðinn Noah Igbinoghene frá Auburn. Engir flugeldar en nokkuð heilbrigt.
B

Vikings menn klára fyrstu umferðina sína með bakverðinum Jeff Gladney frá TCU. Nokkuð gott pikk og Minnesota menn geta verið sáttir með næturlöndunina: Justin Jefferson og Jeff Gladney. Tvær mikilvægar stöður fylltar þó enn megi búast við öðrum bakverði til Minnesota eftir að þeir misstu sína þrjá helstu bakverði í leikmannaglugganum.
B

Þetta lyktar eins og lúxus pikk. Hérna hefði ég viljað sjá þá taka bakvörð, línuvörð eða hjálp á sóknarlínuna en Queen og Murray voru farnir sem og Cesar Ruiz. Þeir hefðu getað sótt sér Trevon Diggs eða Kristian Fulton en kusu á endanum að fara í hlauparann Edwards-Helaire. Þetta er minn uppáhalds hlaupari í draftinu og enn eitt vopnið í búrið hjá Andy Reid sem mun koma til með að hræða mótherja Chiefs næstu árin.