Í síðustu viku skoðuðum við dýrustu samningana í NBA í hverri stöðu fyrir sig. Í dag ætlum við að skoða hvaða leikmenn eru verðmætastir miðað við samning og framlag.
Verðmætastigin eru reiknuð þannig að tölfræði leikmanns er borin saman við kollega hans í sömu stöðu (minnst 35% leikjaþátttaka, minnst 7 mín. í leik). Síðan eru laun leikmanns borin saman við meðallaun leikmanna í sömu stöðu. Munurinn á tölfræði framlagi og munurinn á tekjum er samanlagður og þannig fást verðmætastig, samkvæmt Spotrac.


