Þetta var gott tímabil fyrir útherja elskendur. Michael Thomas setti gripmet og það á gjörsamlega ómennskri grip prósentu. Chris Godwin kveikti í deildinni og liðfélagi hans Mike Evans hélt 1000+ jarda rönninu sínu áfram og er nú kominn með 6 tímabil í röð með yfir 1000 gripjarda.
Nýliðarnir stóðu sig vel og lofa mjög góðu fyrir sín lið á komandi leiktímabilum. Diontae Johnson, Darius Slayton og Terry McLaurin komu allir á óvart og stóðu sig mikið betur en flestir þorðu að vonast eftir.
- SNAPS: Fjöldi snappa á tímabilinu
- YDS: Fjöldi gripjarda
- TDS: Fjöldi snertimarka
- TGT: Fjöldi sendingatilrauna á leikmann
- REC: Fjöldi gripinna bolta
- CTCH%: Grip prósenta
- YAC/R: Jardar eftir grip per grip
- 1D: Fjöldi endurnýjunga (1st downs)
Nýliðar
NAFN | SNAPS | YDS | TD | TGT | REC | CTCH% | YAC/R | 1D |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Marquise Brown | 563 | 584 | 7 | 71 | 46 | 64.8% | 5.4 | 24 |
Deebo Samuel | 709 | 802 | 3 | 81 | 57 | 70.4% | 8.5 | 32 |
A.J. Brown | 678 | 1051 | 8 | 84 | 52 | 61.9% | 8.8 | 39 |
Mecole Hardman | 471 | 538 | 6 | 41 | 26 | 63.4% | 0.0 | 18 |
D.K. Metcalf | 927 | 900 | 7 | 100 | 58 | 58.0% | 5.0 | 39 |
Diontae Johnson | 652 | 680 | 5 | 92 | 59 | 64.1% | 5.1 | 31 |
Terry McLaurin | 764 | 919 | 7 | 93 | 58 | 62.4% | 3.9 | 43 |
Hunter Renfrow | 435 | 605 | 4 | 71 | 49 | 69.0% | 6.8 | 30 |
Darius Slayton | 701 | 740 | 8 | 84 | 48 | 57.1% | 4.0 | 32 |
A.J. Brown átti besta tímabilið af þessum útherjum en hann þurfti aðeins tæp 700 snöpp og 84 target til að brjóta 1000 jarda múrinn. Hann er eini nýliði í sögu NFL til þess að toppa 1000 jarda múrinn með færri en 100 target síðan að NFL deildin byrjaði að telja targets árið 1992. Brown var líka sá útherji sem þurfti fæst grip til að ná 1000 jördum á sama lista.
D.K. Metcalf, fyrrum liðsfélagi Brown hjá Ole Miss háskólanum, hríðféll í nýliðavalinu en það virðist ekki hafa sett hann úr jafnvægi því hann átti gott tímabil með Seahawks og fékk flestu targetin af nýjustu útherjum deildarinnar. Hann átti nokkur skrímslagrip en besta augnablikið á ferlinum hans hingað til hlýtur að vera þegar hann reif sig úr að ofan eftir að Seahawks dröftuðu hann og Pete Carroll, þjálfari Seattle, gerði slíkt hið sama en þeir áttu saman fallegt handaband á súrrealísku augnabliki.
Þetta er ótrúlega öflugur hópur útherja en Terry McLaurin var stórkostlegur í vetur en sama er hægt að segja um Deebo Samuel hjá 49ers. Þessir strákar eru skepnur og verður gríðarlega gaman að fylgjast með þeim á næsta tímabili.
Clemson-hetjan Hunter Renfrow opnaði augu margra með tækifærinu sem hann fékk hjá Jon Gruden í Raiders. Hann spilaði einungis 43% sóknarsnappa sinna manna í vetur en skilaði ótrúlegu framlagi. Eins og Deebo Samuel þá greip Renfrow nánast allt og skilaði hlutfallslega langflestum endurnýjunum af úrtakshópnum. Skilvirkni.
Mecole Hardman þurfti 2 grip til viðbótar til að verða gjaldgengur í YAC/R flokkinn.
Reyndir
NAFN | SNAPS | YDS | TD | TGT | REC | CTCH% | YAC/R | 1D |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Michael Thomas | 942 | 1725 | 9 | 185 | 149 | 80.5% | 4.1 | 91 |
Odell Beckham | 993 | 1035 | 4 | 133 | 74 | 55.6% | 4.6 | 44 |
DeAndre Hopkins | 971 | 1165 | 7 | 150 | 104 | 69.3% | 4.4 | 68 |
Mike Evans | 792 | 1157 | 8 | 118 | 67 | 56.8% | 4.3 | 54 |
Chris Godwin | 937 | 1333 | 9 | 121 | 86 | 71.1% | 7.1 | 63 |
Julio Jones | 812 | 1394 | 6 | 157 | 99 | 63.1% | 3.7 | 77 |
Stefon Diggs | 772 | 1130 | 6 | 94 | 63 | 67.0% | 5.1 | 41 |
Hvað getur maður sagt um Michael Thomas? Hann er ótrúlega skilvirkur útherji í ótrúlega skilvirkri sókn með ótrúlega skilvirkan leikstjórnanda. 91 endurnýjanir er auðvitað bara absúrd númer og þessi grip prósenta er líklega út í hött.
Chris Godwin var líklega næstbesti útherji tímabilsins en hans helstu vopn eru góðar hendur og að sækja jarda eftir grip. Jameis Winston var óhræddur við að láta boltann flakka og græddu Godwin og Evans mikið á kæruleysinu í Winston.
Öll tölfræði er fengið frá Pro Football Reference.