Næst á dagskrá, rakleiðis á eftir póstinum um þátttöku liða í úrslitakeppni NBA, er komið að úrslitakeppniskóngunum. Úrslitakeppniskóngar eru þeir leikmenn sem sitja í efstu sætum ýmissa tölfræðiflokka NBA Playoffs. Nú er ég ekki að tala um uppsafnaða tölfræði leikmanna frá upphafi úrslitakeppninnar, heldur bestu frammistöðurnar í stökum leikjum (upplýsingar frá Basketball-Reference)
Hver hefur skorað flest stig í einum leik í NBA Playoffs? Sent flestar stoðsendingar? Sett flest víti í leik?






