Þá hefst seinni hálfleikur í fyrsta slag Matta og Kela, en hann samanstendur af varnarmönnum að þessu sinni. Í seinustu viku (ef þú telur sunnudag sem upphaf hverrar viku) droppuðum við Topp 5 sóknarleikmenn í hverri stöðu 2019/2020 – svo endilega notaðu tækifærið, sjáðu ljósið og hleyptu vitund í líf þitt.
Eins og staðan er í dag, þá eru lesendur meira sammála listunum hans Matta, en þó munar ekki miklu á þeim:
- Matti: 44.83%
- Keli: 34.48%
- Þessir listar eru út í hött!: 20.69%
Endilega kjóstu síðan í kosningunni hér fyrir neðan!






