Liðsmerki íþróttafélaga er gríðarlega mikilvæg hönnun sem gegnir lykilhlutverki í ímynd og ásýnd félaganna. Litapallettan skiptir hér að sömuleiðis miklu máli því líklega endurspeglast hún í aðallitum búninganna. Gott liðsmerki undirstrikar gerð félagsins og þá þætti umhverfis sem stofnendur/eigendur vilja láta kenna sig við.
Það gefur að skilja að liðsmerki breytast í tímanna tönn, ekki síst vegna samfélagslegra breytinga og áherslna heldur einnig vegna þróunar íþróttarinnar. Nýr eigandi vill mögulega setja sinn stimpil á liðið og fara í algera ásýndar yfirhalningu eða þá að samfélagslegur þrýstingur, líkt og við sáum seinasta sumar hjá Washington Redskins, krefjist breytinga. Sama hverjar ástæðurnar eru, þá er gaman að skoða þróunarsögu liðsmerkja en í þessum pistli skoðum við vesturriðil Ameríkudeildar með þróunargleraugunum.
Baltimore Ravens (1996-2021)

Eitt yngsta félag deildarinnar hefur nokkurnveginn haldið sig inná sömu brautinni hvað liðsmerki varðar. Félagið hefur í raun ekki gert neinar breytingar á litaskemanu en liðsmerkið breyttist þónokkð fyrir 1999 tímabilið – til hins verra að mati undirritaðs.
Cincinnati Bengals (1968-2021)

Bengals mættu alveg endurskoða strípótta B-ið og leita aftur í átt að tígrishöfðinu sem gegndi hlutverki sínu frá 1997-2003. Það er eina vel heppnaða merki félagsins.
Cleveland Browns (1948-2021)

Búa Cleveland Browns yfir þrotuðustu merkjasögu deildarinnar? Félagið flaggaði álfinum fyrstu 22 árin og fóru síðan yfir í persónuleikasnauðan hjálminn árið 1970 og hafa ekki litið til baka síðan.
Pittsburgh Steelers

Upphaf Steelers má rekja til Pittsburh Pirates árið 1933 en þa var skjaldarmerki Pittsburgh borgar notað sem liðsmerki félagsins. Arnarmerkið kom fram a sjónarsviðið þegar liðið sameinaðist Philadelphia Eagles árið 1943 vegna áskoranna við að halda úti liði í seinni heimstyrjöldinni. Sömu sögu er að segja um Card-Pitt merkið en Steelers merkið sem við þekkjum í dag er byggt á “Steelmark” merki bandaríska stáliðnaðarins.