Til að binda slaufu á 2020 NFL tímabilið hefur ritstjórnin ákveðið að gefa út fjöldan allan af topp 10 listum sem ætlað er að raða, í styrkleikaröð, bestu leikmönnum hverrar leikstöðu fyrir sig. Ekki var horft til fortíðar né framtíðar við gerð þessara lista og því einungis notast við frammistöður í nýafstaðinni deildakeppninni.
Bakverðir 2020: Topp 10
Fimmur 2020: Topp 5
Útherjar 2020: Topp 10
Leikstjórnendur 2020: Topp 10
Línuverðir 2020: Topp 10
Hlauparar 2020: Topp 10
Senterar 2020: Topp 5
Miðverðir 2020: Topp 10
Eins og í alvörunni, þá spila meiðsli hér rullu því aðeins koma leikmenn til greina sem spiluðu 12 leiki eða meira á tímabilinu. Til að flokkast sem þristur þar leikmaður að hafa spilað rúmlega helming snappa sinna í slottinu á tímabilinu.
Þristur er mín tilraun til að íslenska slot receiver hugtakið. Pælingin á bakvið orðið þristur er að þetta er þriðji útherjinn á vellinum (sögulega ertu með fyrstu tvo útherjana á köntunum og þegar þriðji bætist við, þá er hann yfirleitt staðsettur í slottinu). Þetta er ákveðin einföldun en næsta skrefið til að íslenska betur íþróttina.
1. Tyreek Hill, Kansas City Chiefs
87/135 – 1276 jardar – 15 SM
2. Keenan Allen, Los Angeles Chargers
100/147 – 992 jardar – 8 SM
3. Chris Godwin, Tampa Bay Buccaneers
65/84 – 840 jardar – 7 SM
4. Cole Beasley, Buffalo Bills
82/107 – 967 jardar – 4 SM
5. Jarvis Landry, Cleveland Browns
72/101 – 840 jardar – 3 SM
Ég minni á Leikdagur á facebook. Endilega líkið við síðuna til að fá fréttir af nýju efni á síðunni!