Nú þegar nýliðavalið er næstum áþreifanlegt og viðskiptamarkaðurinn er að þorna upp er tilvalið að draga andann og skoða stöðu liðanna undir launaþakinu. Flest viðskipti hafa verið staðfest og undirrituð en þó vantar enn nokkur púsl sem hafa áhrif á heildarmyndina.
Þessir leikmenn eru enn án liðs en líklega mun ekki mikið gerast fyrr en eftir nýliðvalið og lið sjá að hinar og þessar holur hafi ekki náð að stoppa í með nýliðum. Þá fáum við að sjá marga eins-árs samninga hjá þeim leikmönnnum sem eru enn á borðinu:
- Jadeveon Clowney (EDGE)
- Cam Newton (QB)
- Everson Griffen (EDGE)
- Jason Peters (LT)
- Logan Ryan (CB)
- Markus Golden (EDGE)
- Carlos Hyde (RB)
- Reshed Jones (SS)
- Jameis Winston (QB)
- Prince Amukamara (CB)
- Ezekiel Ansah (EDGE)
- Damon Harrison (DT)
Miðað við núverandi stöðu og vöntun á varnarlínuna þá myndi ég setja pening á að Detroit Lions, Indianapolis Colts eða Tennessee Titans nái að landa Jadeveon Clowney. Hnúturinn á viðræðum við Clowney er læknisskoðunin en lið geta ekki framkvæmt skoðunina eins og þau eru vön en þar stranda allar Clowney viðræður.
Cam Newton finnur sér líklegast lið eftir að eitt félagið missir af sínum leikstjórnanda í nýliðvalinu og sér þá enga aðra kosti í stöðunni en að taka sénsinn á að Cam Newton sé tilbúinn að endurheimta töfrana sem hann var eitt sinn gæddur.
Launakostnaður nýliðauppskeru liðanna fer eftir því hversu mikið púður liðin eiga fyrir komandi nýliðval en miðað við áætlun Spotrac er kostnaðurinn á bilinu 5-19 milljónir dollara. Margt getur hinsvegar gerst og ein risaskipti geta opnað upp launabækur og lokað öðrum. Það væri fáviska að reikna ekki með skemmtilegum skiptum á meðan á nýliðavalinu stendur!

Upplýsingar fengnar frá Spotrac