Talið er a launaþakið fyrir næsta tímabil verði um $200 milljónir en það yrði þá $12 milljón dollara hækkun frá þakinu í ár.
Fyrir neðan er staðan á launaþaks plássi liðanna fyrir næsta tímabil en þessar tölur eru ekki gegnheilagar því lið eiga líklega eftir að skera burtu leikmenn þar sem þar á við og éta í leiðinni dauðar krónur.

16. mars fer síðan allt á flug á twitter og instagram en þá rignir inn fréttum og slúðri af leikmanna málum. 16. mars mega lið hefja samningaviðræður við leikmenn en markaðurinn opnar opinberlega 18. mars klukkan 4PM á austur-bandarískum tíma.
Spotrac tók saman listann hér að neðan sem sýnir þá leikmenn sem eru líklegir til þess að verða franchise taggaðir af liðum sínum. Þarna má líka sjá kostnaðinn við þau tögg sem hægt er að notast við.

Fyrir tímabilið voru þessir leikmenn franchise taggaðir:
- Frank Clark, DE, Seattle Seahawks
- Jadeveon Clowney, DE, Houston Texans
- Dee Ford, OLB, Kansas City Chiefs
- Robbie Gould, K, San Francisco 49ers
- Grady Jarrett, DT, Atlanta Falcons
- DeMarcus Lawrence, DE, Dallas Cowboys
Clark, Clowney og Ford var síðan skipt burtu eftir að hafa verið franchise taggaðir. Gamla og góða taggið fer víst misvel í menn, en við þekkjum allir viðbrögð Le’Veon Bell eftir að hann var taggður í annað sinn á jafnmörgum árum.
Frá 25. febrúar til 10. mars mega félögin skella franchise tagginu á leikmenn sína sem eru að renna út á samning og hafa liðin til 15. júlí til þess að komast að samkomulagi um nýjan marg-ára samning, annars spilar leikmaður eitt tímabil undir tagginu.