Nú þegar 19/20 tímabilinu er lokið getum við farið að setja allt púður í frjálsa markaðinn og nýliðavalið. Eina sem skiptir máli er næsta leiktímabil og hefst það að sjálfsögðu með kraftröðun.
Hér hefur ekki verið tekið tillit til eða spáð í það hvaða lið semja við hvaða leikmenn eða hvar leikmenn enda í nýliðavalinu. Þessi kraftröðun miðast við brautarstefnu (e. trajectory) liða á seinni hluta tímabilsins í fyrra sem og úrslitakeppnina. Einnig hafði ég í huga pláss undir launaþaki hjá liðum og valréttavigt fyrir komandi nýliðaval. Með öðrum orðum: tækifæri liða til að bæta sig/halda lykilmönnum.
Ég skipti liðunum 32 niður á sjö rásir og útskýri í stuttu máli pælingar á bakvið hverja rás fyrir sig:

Þetta var auðveldasta rásin en Chiefs þurfa að finna leið til að semja við Chris Jones til lengri tíma, ákveða hvort þeir cutti Watkins eða endurhanni samning hans og hvenær þeir ætla að semja við Mahomes. 49ers eru byggðir fyrir framtíðina en þeirra helsta verkefni verður að semja við Arik Armstead. Ravens missa líklega Jimmy Smith en Judon, Onwuasor og Pierce eru líka að verða samningslausir.

Stærstu spurningarnar hér eru hvort Brees leggi skóna á hilluna eða taki eitt tímabil enn með Saints og hvort Tom Brady semji aftur við Patriots. Packers gætu misst hægri sóknartæklarann sinn, Bryan Bulaga, Iowa. Seahawks eru í geggjuðum málum og munu eiga haug af seðlum til að spandera á frjálsum markaði. Þeir eru það lið sem komst næstum inná Rás 1.

Steelers endurheimta Big Ben en missa að öllum líkindum Hargrave, Dupree og Hilton. Pittsburgh eru yfir launaþakinu þessa stundina en Chickillo og Barron hljóta að vera líklegir til þess að fá öxina á næstu vikum. Titans þurfa að ákveða sig með Tannehill og Derrick Henry en þeir eru vel staddir peningalega séð svo ég hef engar áhyggjur af þeim. Sömu sögur er að segja um Bills sem eru áætlaðir til að eiga fjórða mesta lausaféð í ár. Vikings eru eins og Steelers í klemmu varðandi launaþakið og þurfa að taka verulega til í samningsherberginu sínu. Líklegir til að vera cuttaðir eru Xavier Rhodes og Riley Reiff.

Wentz spilaði frábærlega undir lok seinasta tímabils en útherja meiðsli Eagles voru mikil og ég er ekki frá því að karlkyns klappstýrurnar hjá Eagles hafi verið farnir að grípa nokkra bolta undir lokin. Texans eiga pening og hljóta að sækja sér alvöru útherja og losa sig við Fuller. Einnig þurfa þeir að styrkja secondary-ið sitt. Ættu að sigra AFC South. Broncos unnu 4 af 5 síðustu leikjunum sínum með Drew Lock. Með því að cutta Flacco, Leary og Davis eiga þeir $80M+ til að eyða í samningslausa leikmenn en einnig eiga þeir fimm valrétti í topp 100 í ár. Rams settu sig í klemmu með Ramsey skiptunum en við getum kvatt hugmyndina um Rams á frjálsum markaði. Þeir eru að fara að missa Corey Littleton, Dante Fowler og Michael Brockers. Að því sögðu, þá held ég að þeir muni finna fjölina á nýjan leik í september.

Falcons unnu seinustu 4 leiki sína á tímabilinu og koma heitir inn í það næsta. Cardinals og Murray munu taka framförum. Ég sé Cowboys fyrir mér taka skref aftur á bak en Byron Jones og Amari Cooper virðast varla fá samning frá Jerry Jones. Indianapolis Colts eru líklegasta liðið á þessum lista til að færa sig yfir á Rás 4 og jafnvel Rás 3. Vel rekinn klúbbur með góðan þjálfara og öfluga sóknarlínu. Þurfa að uppfæra leikstjórnanda og sækja sér öflugan útherja í draftinu eða á opnum markaði. Hvað gera Bucs með Winston, erfitt að spá í spilin akkurat núna en ef Winston fær nýjan samning hjá Bucs, þá verða þeir í neðri hluta kraftröðunar til lengri tíma. Bears komast ekki lengra en hæfileikar Trubisky ná. Gætu misst Akiem Hicks í mars, það yrði skellur.

Dolphins eiga þrjú 1.umferðar pikk og gám af gjaldeyri. Stóðu sig betur í vetur en búist var við. Framför í spilunum. Browns með rookie HC og ekki víst að það gangi nógu vel. Skins munu bæta sig með komu Rivera og draftpikki númer 2. Panthers verða áhugaverðir með Matt Rhule við stjórnvölin en líklega erum við að horfa upp á rólega byrjun meðan Rhule púslar liðinu saman. Giants eiga pikk nr 4 en þurfa að bæta sig varnarlega. Jones, Barkley og Slayton þurfa að stíga upp. Chargers er það lið sem ég held að muni eiga hrikalega slæmt tímabil. Rivers svo gott sem farinn og sóknarlínan í henglum.

Derek Carr mun aldrei vera leikstjórnandi Raiders aftur, spái ég. Þeir vilja nýtt andlit til að leiða þá inn í Las Vegas veðmálið. Ég get séð þá fyrir mér koma sér ofar í draftinu og sækja Herbert eða Love. Jaguars eiga tvö góð pikk í fyrstu umferðinni og gætu styrkt sig vel með góðum cornerback og dínamískum útherja. Marrone er bara því miður ekki nægilega góður þjálfari. Jets, Lions og Bengals verma botninn en það kæmi ekki á óvart ef Jets myndu ekki vinna leik vegna þess að Adam Gase er að missa klefann, hægt og rólega en örugglega.