Þrátt fyrir að tímabilið hafi verið á ís síðan 11. mars er framtíðin enn í lausu lofti. Sumir eru bjartsýnir og telja að möguleiki sé fyrir hendi að klára tímabilið seinni part sumars. Aðrir telja líklegra að bundinn verði hnútur á það og öllum leikjum slaufað.
Þrátt fyrir að listinn hér að neðan gæti breyst haldi NBA deildin áfram með tímabilið, ætla ég að birta hann en Spotrac heldur utan um allar sektir NBA leikmanna en þaðan eru allar upplýsingar fengnar.














