Það urðu miklar breytingar á landslagi NBA deildarinnar í fyrra þegar leikmannamarkaðurinn opnaði og samningar runnu út. Kemba Walker samdi við Boston Celtics en Kyrie Irving færði sig yfir til Brooklyn ásamt Kevin Durant. Klay Thompson framlengdi hjá Warriors (5-ára $189.9M), Kawhi Leonard beilaði á nýkrýndu meisturum Toronto Raptors eftir eins árs stopp og samdi við LA Clippers til þriggja ára. Jimmy Butler og Al Horford færðu sig einnig um set en Khris Middleton hélt tryggð við Bucks sem verðlaunuðu hann með fimm-ára $177M samningi.
Samkvæmt Spotrac verða 85 leikmenn unrestricted free agents, 83 verða restricted free agents, 28 eiga player option klásúlu og 13 leikmenn með team option.
Fyrir útskýringar á þessum hugtökum bendi ég á Free Agency Explained frá NBA.
Leikmannamarkaðurinn opnar sex tímum fyrr í ár en undanfarin ár en á slaginu 18:00 á austur-bandarískum tíma mun glugginn opna. Hér að neðan eru helstu nöfnin sem tilheyra flokkunum fjórum sem nefndir voru hér að ofan.



