Á ári hverju er Heisman bikarinn afhentur mest framúrskarandi leikmanni bandaríska háskóla fótboltans. Vanalega eru það leikstjórnendur eða hlauparar sem hljóta nafnbótina en síðan 2000 hafa 16 leikstjórnendur unnið bikarinn.
Við ætlum að skoða þá leikstjórnendur sem hafa fengið Heisman bikarinn síðan 2008 og bera saman tölfræði þeirra frá fyrsta NFL tímabili þeirra.

Nýjasti Heisman sigurvegarinn, leikstjórnandinn Kyler Murray, verður auðvitað ekki með í þessum samanburði því hann hefur ekki enn verið valinn inn í NFL deildina. En Kyler Murray spilaði einmitt fyrir Oklahoma Sooners eins og Baker Mayfield og Sam Bradford.
Fyrsti tölfræðiþáttur sem við ætlum að skoða eru leikir spilaðir:

Johnny Manziel kom við sögu í aðeins 5 leikjum Cleveland Browns eftir að þeir völdu hann nr. 22 í fyrstu umferð árið 2014. Það má segja að ferillinn hans sé búinn að vera í frjálsu falli síðan hann vann Heismann bikarinn árið 2012.
Við byrjum á samanburði á sendinga yördum:

Cam Newton og Jameis Winston eru nánast jafnir hér en aðeins 9 yardar skilja þá að. Newton stimplaði sig heldur betur inn í NFL deildina á sínu fyrsta ári en hann endaði 10. yfir flesta sendingayarda árið 2011. Hann reyndi 517 sendingar það ár og hefur ekki toppað þær tilraunir síðan.
Næst skoðum við sendinga nýtingu leikstjórnendanna átta (e. pass completion %):

Eitt mesta “hvað ef?” dæmi NFL deildarinnar situr á toppi listans með 65,6% heppnaðar sendingar. Robert Griffin III, eða RG3 eins og hann er oft kallaður, átti frábært nýliðatímabil með Washington Redskins og leiddi þá á topp NFC East deildarinnar og í úrslitakeppnina. Meiðsli settu stórt strik í reikninginn hjá RG3 en hann er nú vara leikstjórnandi Baltimore Ravens á eftir Heisman sigurvegaranum frá 2016, Lamar Jackson.
Snertimarkssendingar:

Baker Mayfield var valinn fyrstur allra í NFL valinu 2018 og gerði sér lítið fyrir og bætti met Peyton Manning og Russell Wilson yfir flestar snertimarkssendingar á nýliðatímabili.
Martröð hvers leikstjórnanda er að klúðra sendingu í hendur andstæðinga en það er einmitt næsti tölfræðiþáttur þessarar samantektar:

Johnny Manziel trónir á toppinum en mögulega vegna þess að hann reyndi aðeins 35 sendingar á fyrsta tímabilinu sínu. Lamar Jackson reyndi 170 sendingar og klúðraði bara þremur í hendur mótherja sem verður að teljast nokkuð gott. Raunverulegi sigurvegarinn hérna er Robert Griffin þriðji en einungis 5 sendingar klúðruðust til andstæðinga á nýliðatímabilinu en sendingatilraunir hans voru 393.
Þá færum við okkur yfir í hlaupa tölfræði leikstjórnendanna og byrjum á hlaupa yördum:

Ef tekið er mið af samtals snöppum leikmanna á sínu fyrsta tímabili þá sést greinilega hversu öflugur hlaupari Lamar Jackson er úr vasanum. Hann komst 695 yarda á sínu fyrsta tímabili þar sem hann var fyrir aftan Joe Flacco í goggunarröðinni.
Að lokum sjáum við hlaupa snertimörkin:

Superman skoraði langflest hlaupa snertimörk með 14 slík en samtals snertimörk hans töldu 35 stk. á nýliðatímabilinu.
Hver þessara leikstjórnenda mun enda á að eiga besta ferilinn á ennþá eftir að koma í ljós en við getum útilokað þó nokkra frá því kapphlaupi.
Það verður gaman að fylgjast með framvindu Baker Mayfield hjá Cleveland Browns en strákurinn lofar rosalega góðu.