Nú þegar það eru rétt innan við tvær vikur í fyrsta leik NFL tímabilsins, er vel við hæfi að birta riðlaspár Leikdags. Tímabilið byrjar 10. september með fyrsta fimmtudagsfótboltanum en þar mætast Ofurskálarmeistararnir frá Kansas City og Houston Texans.
Fyrir okkur á klakanum þýðir það 00:20 eftir miðnætti á splunkunýjum föstudegi.
Sjá NFC riðlaspá Leikdags!
Ef spáin heldur sjáum við einn nýjan meistara AFC-megin, Indianapolis Colts. Meistarar suðursins frá því í fyrra, Texans, hrasa niður í þriðja sæti riðilsins á meðan Pittsburgh Steelers njóta góðs af innkomu Big Ben Roethlisberger.
Vestrið verður villt í ár þar sem lítið skilur á milli Broncos, Raiders og Chargers. Innbyrðis leikirnir geta dottið fyrir hvaða lið sem er en keppnin verður ævintýraleg.
