Í lok mars í fyrra útbjó ég grein útfrá platvali NFL Íslands samfélagsins á Facebook og birti þar 1. umferðina, nafn framkvæmdastjóra og þeirra pælingum á bakvið hvert val.
Nú þegar deildakeppnin er búin er tilvalið að heimsækja þessa grein og raða bestu valréttunum upp í styrkleikaröð. Styrkleikaröðunin ákvaðast útfrá PFF einkunn nýliðanna, framlagsvirði þeirra samkvæmt PFR og valrétti. Sumir þeirra spiluðu ekki nægilega mikið (sökum meiðsla eða gæða) og verða þeir valréttir því allra neðstir.
Til að vigta niðurstöðurnar í þessari hávísindalegu rannsókn fékk ég til liðs við mig Kristian Solomon sem hefur verið duglegur að deila með okkur tölfræði leiðöngrum sínum en hann birtir eftir hverja leikviku uppfærðar elo tölur NFL liðanna og spáir um úrslit með spálíkaninu sínu. Hann beindi mér á rétta braut en lokaniðurstaðan varðandi vægi þáttanna þriggja sem ég vildi hafa í jöfnunni var mín. Skoðum úrslitin:

Vigtuð einkunn: 156,7
PFF einkunn: 87,1
Í 1. sæti er valréttur Steins Kára Steinssonar sem tók skyndiliða Ohio State, Chase Young, með öðrum valrétti platvalsins. Young var frábær á sínu fyrsta ári í NFL deildinni en fastlega er gert ráð fyrir að leikmaðurinn vinni verðlaunin sem gefin eru ár hvert besta varnarnýliða deildarinnar.

Vigtuð einkunn: 147,5
PFF einkunn: 80,1
Í 2. sæti er valréttur Þórs Jóhannessonar sem tók Justin Herbert með 18. valréttinum sem hann fékk frá Birgi Þór Björnssyni og Miami Dolphins sem færðu sig frá valrétti 5 og upp í þristinn sem Lions áttu. Herbert sló snertimarkamet nýliða og átti í raun heilt yfir mjög gott tímabil.

Vigtuð einkunn: 145,2
PFF einkunn: 84,3
Í 3. sæti er valréttur Kristjáns Kristóferssonar sem tók Iowa tæklarann Tristan Wirfs. Wirfs hefur verið stórkostlegur á hægri hlið sóknarlínu Tampa Bay Buccaneers í vetur en frammistaðan hefur skilað honum 11. bestu PFF einkunn allra tæklara í deildinni.

Vigtuð einkunn: 136,3
PFF einkunn: 80,7
Í 4. sæti er valréttur Kristjáns Eldjárn sem tók hlauparann Jonathan Taylor með 14. valréttinum. JT fór hægt af stað í vetur en var kominn í fimmta gír um mitt tímabilið. Taylor endaði þriðji yfir flesta hlaupajarda með 1169 og skoraði 11 snertimörk.

Vigtuð einkunn: 118,5
PFF einkunn: 75,1
Í 5. sæti er valréttur Jóns Ara Helgasonar sem tók Joe Burrow fyrstan í platvalinu. Burrow náði ekki að klára sitt fyrsta tímabil sökum meiðsla en hann spilaði þó vel þrátt fyrir erfitt umhverfi og gæðasnautt lið.

Vigtuð einkunn: 117,5
PFF einkunn: 71,6
Í 6. sæti er valréttur minn en ég tók CeeDee Lamb til Broncos með 15. valréttinum. Lamb greip 74 bolta á tímabilinu og fór yfir 1000 blandaða jarda og skoraði samtals 7 snertimörk. Hann skilaði einnig slatta af pöntum og einu réttstöðusparki (e. onside kick) en því skilaði hann inná endasvæði 49ers manna.

Vigtuð einkunn: 111
PFF einkunn: 75,9
Magnús Óliver Axelsson gerði vel þegar hann valdi Tee Higgins, útherja Clemson, með 21. valrétti 1. umferðar platvalsins. Higgins skoraði 6 snertimörk og var með 908 gripjarda úr 67 gripum. Þetta skilar Magnúsi í 7. sæti listans.

Vigtuð einkunn: 108,9
PFF einkunn: 74,3
Í 8. sæti er valréttur Bjarna Einarssonar sem reyndist sannspár því Mekhi Becton endaði hjá Jets og stóð sig vel í þeim 14 leikjum sem hann tók þátt í.

Vigtuð einkunn: 107,4
PFF einkunn: 62,7
Í 9. sæti er valréttur Hafsteins Einarssonar, sem líkt og Bjarni hér að ofan hitti naglann á höfuðið með vali sínu. Wills fékk þó heldur lægri PFF einkunn en kollegi hans en spilaði þó alla leiki liðs síns og var hluti af liði sem vann fleiri leiki og kom sér í úrslitakeppnina. Sóknarlína Browns var líka af flestum talin sú besta í deildinni og Wills á sinn þátt í því.

Vigtuð einkunn: 105,8
PFF einkunn: 69,4
Í 10. sæti er valréttur Haralds Óla Kjartanssonar sem valdi D’Andre Swift til Kansas City Chiefs. Það vegur augljóslega þungt að Swift var tekinn síðastur í 1. umferð en lítill spilatími leikmannins er ekki tekinn inn í PFF einkunn hans og því nýtur Haraldur Óli góðs af því og hirðir 10. sætið.

Vigtuð einkunn: 102,1
PFF einkunn: 65,2
Sæti: 11
GM: Valgeir Eyþórsson

Vigtuð einkunn: 101,2
PFF einkunn: 60,7
Sæti: 12
GM: Tómas Gauti Jóhannsson

Vigtuð einkunn: 99
PFF einkunn: 62,4
Sæti: 13
GM: Loftur Kristjánsson

Vigtuð einkunn: 98,9
PFF einkunn: 65,4
Sæti: 14
GM: Birgir Þór Björnsson

Vigtuð einkunn: 97
PFF einkunn: 54,4
Sæti: 15
GM: Valgeir Eyþórsson

Vigtuð einkunn: 93
PFF einkunn: 54,1
Sæti: 16
GM: Þórir Jóhannsson

Vigtuð einkunn: 92,2
PFF einkunn: 59,9
Sæti: 17
GM: Aron Ívarsson

Vigtuð einkunn: 91,2
PFF einkunn: 70,3
Sæti: 18
GM: Birgir Þór Björnsson

Vigtuð einkunn: 90
PFF einkunn: 62,7
Sæti: 19
GM: Heiðar Snær Tómasson

Vigtuð einkunn: 86
PFF einkunn: 52,4
Sæti: 20
GM: Kjartan Ágúst Jónasson

Vigtuð einkunn: 85,2
PFF einkunn: 54,9
Sæti: 21
GM: Matthías Ruhl

Vigtuð einkunn: 81,9
PFF einkunn: 62,5
Sæti: 22
GM: Þór Jóhannesson

Vigtuð einkunn: 81,1
PFF einkunn: 57,9
Sæti: 23
GM: Brynjar Ingi Magnússon

Vigtuð einkunn: 80,8
PFF einkunn: 54,7
Sæti: 24
GM: Eyjólfur Brynjar Brynjólfsson

Vigtuð einkunn: 80,6
PFF einkunn: 54
Sæti: 25
GM: Heiðar Snær Tómasson

Vigtuð einkunn: 79,8
PFF einkunn: 50,1
Sæti: 26
GM: Loftur Kristjánsson

Vigtuð einkunn: 75,4
PFF einkunn: 29,7
Sæti: 27
GM: Hrútur Teits

Vigtuð einkunn: 68
PFF einkunn: 49,7
Sæti: 28
GM: Einar Bjarki Leifsson

Vigtuð einkunn: 59,7
PFF einkunn: 42,5
Sæti: 29
GM: Þór Jóhannesson
Þessir valréttir fyrir neðan sitja svo neðstir þar sem leikmennirnir spiluðu hreinlega of lítið til að hægt sé með góðu móti að meta frammistöðu þeirra miðað við restina. Matthías Ruhl valdi Xavier McKinney, Þorsteinn Sigurðsson valdi Josh Jones og undirritaður valdi Kristian Fulton. Skemmtilegt að þeir komu allir í röð í platvalinu.


