Fyrir um mánuði síðan sendi ég frá mér samantekt á helstu leikmönnum hvers liðs í NFL sem eru á seinasta samningsári sínu. Sá listi gefur aðdáendum þokkalega yfirsýn á það hvar liðið gæti þurft að styrkja sig ef lykilleikmenn hverfa á braut.
Það kemur fyrir að leikmenn gefi liði sínu svokallaðan “hometown discount” en í lokin snýst þetta um að taka góða fjárhagsákvörðun. Leikmenn vilja fá sem mestan pening en lið vilja borga eins lág laun og hægt er. Við þekkjum þetta öll.
Nú þegar úrslitakeppnisbaráttan fer að skýrast þá fer að koma sá tími fyrir aðdáendur lélegu liðanna að skoða hvernig hægt væri að fylla holur í vörn og sókn með annaðhvort nýliðavalinu eða frjálsa markaðinum. Hér fyrir neðan er 6 manna samantekt á feitustu bitunum í hverri stöðu en listarnir eru ekki tæmandi og búast má við að nokkrir þarna muni endursemja áður en leiktíðin klárast.