Í seinustu viku birti ég grein um öflugustu hlaupara áratugarins en nú er komið að því að rýna í öflugust grípara áratugarins. Eins og á við um hlaupara-greinina þá hafa þeir sem komu inn í deildina 2008-2011 betri séns á að skora hátt í þessari samantekt en þeir leikmenn sem komu undir lok seinasta áratugar. Það gefur augaleið.
Væntanlegir nýliðar eru því að koma inn í NFL deildina á besta tíma fyrir næstu tíu ára úttekt. Ekki skemmir fyrir að væntanlegur útherja hópur er einn sá þéttasti í manna minnum.
Kílómetra múrinn
Hér, líkt og í hlaupara pistlinum, miðum við þá leikmenn sem náðu að kljúfa kílómetra múrinn í gripjördum á einu tímabili. Ekki skiptir máli hvort grípari hafi verið útherji eða innherji. Báðar stöður teljast gildar hér.
Frá 2010-2019 hafa 47 leikmenn gripið fyrir 1200 jördum eða meira á einu tímabili.
43 þeirra voru útherjar og fjórir þeirra voru innherjar. Innherjarnir voru Travis Kelce og Jimmy Graham með tvö tímabil með yfir 1200 gripjarda og George Kittle og Rob Gronkowski með sitthvort eitt tímabilið með rúman kílómeter í gripjördum.
Þess má geta að Gronkowski var með 17 snertimörk tímabilið 2011 og 1327 gripjarda. Enginn grípari í þessu úrtaki skoraði fleiri snertimörk á einu tímabili en ég þurfti að fara aftur til 2007 til að finna grípara til að toppa þann fjölda, Randy Moss með 23 sexur fyrir enga aðra en New England Patriots.
Bestu gripjarda tímabilin frá 2010-2019
Leikmaður | Jardar | Tímabil |
---|---|---|
Calvin Johnson | 1964 | 2012 |
Julio Jones | 1871 | 2015 |
Antonio Brown | 1834 | 2015 |
Michael Thomas | 1725 | 2019 |
Antonio Brown | 1698 | 2014 |
Calvin Johnson | 1681 | 2011 |
Julio Jones | 1677 | 2018 |
Josh Gordon | 1646 | 2013 |
Demaryius Thomas | 1619 | 2014 |
Tveir leikmenn hafa sex sinnum gripið fyrir 1200+ jarda seinata áratug en það eru Julio Jones og Antonio Brown. Næstir koma Calvin Johnson, Demaryius Thomas, DeAndre Hopkins, Jordy Nelson og Brandon Marshall með fjögur skipti hver.
Embed from Getty ImagesYngstu leikmennirnir til að kljúfa múrinn voru JuJu Smith-Schuster, Odell Beckham, Allen Robinson, Mike Evans, DeAndre Hopkins, Rob Gronkowski og Josh Gordon. Þeir voru allir 22 ára. JuJu var þó yngstur af þeim en hann skilaði 1426 jördum árið 2018.
Colts hetjan Reggie Wayne var elsti leikmaðurinn til að ná þessum árangri en hann var 34 ára tímabilið 2012 þegar hann hlóð í 1355 jarda. Wayne á sex 1200+ jarda tímabil fyrir Indianapolis á árunum 2004-2012. Liðfélagi hans og Colts goðsögnin, Marvin Harrison, var einnig 34 ára þegar hann greip fyrir 1366 jarda en það var árið 2006 og telst því ekki með hér.
Í töflunni fyrir neðan eru stærstu gripjarda leikirnir hjá leikmönnum sem áttu 1200+ jarda tímabil á árunum 2010-2019 en Julio Jones og Antonio Brown eiga tvo leiki á þessum lista. Jones og Calvin Johnson voru einu leikmennirnir til að grípa fyrir 300+ jarda á seinasta áratug en þetta eru tölur sem sjást ekki á hverju ári.
Leikmaður | Jardar í leik | Mótherji/Ár |
---|---|---|
Calvin Johnson | 329 | DAL/2013 |
Julio Jones | 300 | CAR/2016 |
Antonio Brown | 284 | OAK/2015 |
Andre Johnson | 273 | JAX/2012 |
Josh Gordon | 261 | JAX/2013 |
Julio Jones | 253 | TAM/2017 |
Til að fá botn í þetta ber mér skyldi til að útnefna besta grípara seinasta áratugs en það er enginn annar en trúðurinn Antonio Brown. Í raun stóð valið aðeins á milli Antonio Brown og Julio Jones en þeir áttu báðir sex 1200+ gripjarda tímabil en Brown greip fyrir 12.100 jarda og skoraði 79 snertimörk (deildar- og úrslitakeppni) á seinasta áratug.
Julio Jones greip fyrir 12.959 jarda seinasta áratug og skoraði 63 snertimörk (deildar- og úrslitakeppni) en hans ferill er enn í fullum blóma – annað en ferill Antonio Brown.
Julio Jones mun sennilegast verða talinn betri útherji þegar allt kemur til alls og hans ferli líkur en reikna má með að hann eigi 3-4 flott ár eftir í deildinni.
Embed from Getty Images