Fótboltinn er númer eitt, tvö og þrjú hjá NFL liðum, en fótboltinn væri ekki spilaður ef það eru engir stuðningsmenn til að fylgjast með og styðja liðin. Klúbbarnir eru meðvitaðir um þetta og hafa samfélagsmiðla-, frétta- og videodeildir félaganna vaxið með hverju ári til að svala þorsta stuðningsmannanna.
Nú er orðið margfalt einfaldara að deila því með almenningi hvað fer fram á bakvið tjöldin, að efni sem áður var bara ekki í boði er núna aðgengilegt hverjum þeim sem býr svo vel að vera tengdur internetinu.
Nú er öllum nýliða æfingabúðunum lokið en flest lið buðu nýliðana sína velkomna á æfingasvæðið um helgina. Ég tók saman besta Rookie Minicamp efnið sem ég fann og hnoðaði saman í tvo Topp 5 lista. Annarsvegar Topp 5 Rookie Minicamp efni á YouTube og hinsvegar Topp 5 Rookie Minicamp efni á Instagram.
Ég setti mig í spor stuðningsmanna hvers félags og skoðaði úrvalið því ég vildi sjá hvaða klúbbar gætu svalað Rookie Minicamp þorstanum. Ég lagði mat á gæði myndbandanna útfrá myndavélavinnu, klippingu, lúkki, tónlist og hljóði.
Vindum okkur í þetta!
TOPP 5: YOUTUBE ROOKIE MINICAMP
1. Cleveland Browns
Browns hreppa toppsætið með þessum ítarlega Rookie Minicamp þætti. Það er ekki hægt að gera betur við aðdáendur sína en að bjóða upp á svona eðalmálma.
Ef ég væri Browns stuðningsmaður væri ég stoltur af YouTube deildinni þeirra. Þeir eru virkir og eru að bjóða upp á Building the Browns stuttseríu, en þegar þetta er skrifað eru komnir fimm 20+ mínútna þættir um offseasonið þeirra.
2. Minnesota Vikings
Í öðru sæti eru Vikings en rásin þeirra er virkilega aktíf og stílhrein. Þeir bjóða upp á tvær highlight klippur af föstudags- og laugardagsæfingu en eru líka með leikmanna highlights frá æfingabúðunum. Litirnir í myndböndunum eru flatir og bjóða ekki upp á mikinn contrast, en það kemur mjög vel út. Góðar slowmotion senur og góð beats.
3. Chicago Bears
Tvö Rookie Minicamp video á YouTube rásinni þeirra og bæði mjög vel unnin. Vinna mikið með slowmotion og þrönga live ramma sem gefur meiri hasar. Seinna myndbandið er meira og minna slowmotion allan tímann. Gott stuff frá Bears.
4. Oakland Raiders
Ólíkt Vikings og Bears, þá bjóða Radiers ekki upp á grípandi takta og slowmotion heldur heyrum við í nýliðunum, þjálfara og GM og sjáum (og heyrum) á sama tíma frá æfingum í raunhraða. Klassík.
Raiders fá mínusstig fyrir að leyfa þriðja aðila ekki að embed-a myndböndin þeirra en þið þurfið að halda áfram inn á YouTube til að sjá þeirra helsta player í videokeppninni:
5. Detroit Lions
Tvö fín myndbönd frá Lions þetta árið þar sem þeirra fyrsta pikk, T.J. Hockenson fær að skína. Það er ekkert út á þessi video að setja en liðin hér fyrir ofan eru öll virkari í að framleiða myndbönd tengd nýliða æfingabúðunum. Þetta eru einu videoin frá YouTube deildinni í Detroit en þau eru mjög solid.
Ef Lions hefðu boðið stuðningsmönnum sínum upp á örlítið meira efni, þá væru þeir ofar í töflunni en hérna eru myndböndin:
Lið sem komust nálægt: Denver Broncos og Seattle Seahawks.
TOPP 5: INSTAGRAM ROOKIE MINICAMP
Hér snérist keppnin um hvaða klúbbur telfdi fram besta myndbandinu. Ég dæmdi semsagt aðeins út frá besta video-i hvers liðs, svo magn efnis kom málinu ekki við í þetta skipti.
1. Houston Texans
Þetta er besta videoið í keppninni, þó það hafi verið close. Vel klippt, hasartaktur og kraftmikið vibe.
2. New York Giants
Munaði litlu að ég setti Giants í efsta sætið en videoið er mjög flott. Flott transitions og effects hjálpa til.
3. Miami Dolphins
Þetta video er bara svo ferskt. Slowmotion allan tímann og yfirvofandi og óheiðarlegur taktur. Frábært!
4. Tampa Bay Buccaneers
Stutt og laggott. Ekkert út á þetta að setja. Vel gert.
5. Cleveland Browns
Nokkur gullfalleg skot þarna og góð notkun á slowmotion. Þeir nota aðeins gegnsætt, appelsínugult krass effect yfir myndirnar sem er bara nett. Eina sem ég kaupi ekki 100% er beatið, það er það eina.
Að lokum er vert að nefna þau lið sem hafa staðið sig verst í að svala þorsta stuðningsmanna sinna (í engri sérstakri röð):
- Bills
- Jaguars
- Patriots
- Saints
- Steelers
- Titans