Í síðustu viku skoðuðum við dýrustu samningana í NFL í hverri stöðu fyrir sig. Í dag ætlum við að skoða hvaða leikmenn voru verðmætastir á seinasta leiktímabili miðað við framlag og laun.
Verðmætastigin eru reiknuð þannig að meðal árslaun leikmanna eru metin gegn tölfræði (háð leikstöðu) leikmanns. Spotrac stendur fyrir þessum lista en fyrir neðan sjáið þið verðmætastigin útreiknuð og meðal árslaun leikmannanna.














