Við á Leikdegi höfum tekið saman í einföld súlurit leiðtoga nokkurra tölfræðiþátta frá keppnistímabilinu sem var að klárast, að úrslitakeppninni undanskilinni. Hvaða leikstjórnendur sendu flesta yarda? Hvaða hlauparar hljópu lengst? Hverjir skoruðu flest snertimörk og hvaða varnarmenn sökkuðu flesta leikstjórnendur?
Þessum spurningum ásamt fleirum munum við svara hér fyrir neðan með hávísindalegum hætti og óþarfi er að óttast – þessi grein er safe for work, engar NFL-tengdar myndir, aðeins súlurit og slæmar þýðingar á hugtökum úr NFL. Tölfræði af ESPN. Til að sjá nákvæmar tölur er hægt að sveima yfir súlunum eða smella á þær (fer eftir því hvort þú ert í tölvu eða síma).
Passing Yards
- 2018
- 2018
Mikilvægasti leikmaður tímabilsins, leikstjórnandinn Patrick Mahomes hjá Kansas City Chiefs átti stórkostlegt tímabil og það á aðeins öðru ári. Strákurinn kastaði yfir 5.000 yarda og átti 53 snertimarkssendingar. Það dugði þó ekki til því Big Ben Roethlisberger hjá Pittsburgh Steelers kastaði örlítið lengra – 32 yördum (29 metrar).
Rushing Yards
- 2018
- 2018
Ezekiel Elliot, hlaupari hjá Dallas Cowboys hljóp lengst allra með fótboltann í annað skiptið á þremur árum en hann er einng sá hlaupari sem fékk flestar tilraunir. Nýliðinn úr New York Giants, Saquon Barkley átti gott tímabil og endaði annar en það má búast við að hann verði á TOP 5 listum yfir hlaupa yarda næstu árin.
Receiving Yards
- 2018
- 2018
Julio Jones hjá Atlanta Falcons trónir á toppi gripinna yarda listans í ár en hann er sá útherji (e. wide receiver) sem á flestu grip yardana frá 2014, eða 7.994 samtals. Jones er búinn að vera fáránlega stabíll fyrir Falcons liðið og varð á tímabilinu sá leikmaður sem nær 10.000 grip yördum á sem skemmstum tíma, eða í 104 leikjum.
Touchdowns
- 2018
- 2018
Annað árið í röð snertir Todd Gurley II markið oftast en Alvin Kamara úr New Orleans Saints situr í öðru sæti, 3 snertimörkum frá Gurley II.
Tackles
- 2018
- 2018
Nýliðinn og línubakkarinn (e. linebacker) Darius Leonard frá Indianapolis Colts átti flestar tæklingar á tímabilinu og hlaut einnig nafngiftina Varnarnýliði Ársins. Varnarvinna Leonard var stór þáttur í því að Colts fengu aðeins 21.5 stig að meðaltali á sig í leik á tímabilinu sem var 10. besti varnar árangurinn.
Sacks
- 2018
- 2018
Varnarskrímslið og Los Angeles Hrúturinn Aaron Donald, besti varnarmaður NFL seinustu tvö tímabil sakkaði flesta leikstjórnendur árið 2018 með 20.5 skipti. Næstur á lista var J.J. Watt en báðir hafa þessir leikmenn unnið Varnarmaður Ársins hjá NFL tvö ár í röð.