Nú er verið að leggja lokahönd á uppsetningu hlaðvarpsins NFL Stofan fyrir komandi keppnistímabil en þættirnir hafa verið og verða áfram í boði Leikdags.
Þar til nánari upplýsingar verða opinberaðar eru hlustendur hvattir til þess að elta hlaðvarpið á Instagram en þar munu allar tilkynningar og leikir fara fram í vetur.
Þáttastjórnendur verða Atli Meldal og Magnús Ólíver Axelsson.