NFL stofan er útskýringasería í boði Leikdags þar sem hugtök innan NFL deildarinnar eru krufin og matreidd fyrir þig, lesandann. Með þessari seríu er vonin að veita þæginlega og einfalda leið fyrir nýja (og gamla!) áhugamenn NFL deildarinnar til að efla þekkingu sína á amerískum fóbolta.
Í hverri útsendingu dynja á áhorfendur hundruðir NFL hugtaka sem lýsendur eiga bágt með að skýra frá og greina almennilega sökum hraða leiksins. Það er gengið út frá því að áhorfandinn búi yfir almennri þekkingu á leiknum og því er skiljanlegt að nýjum áhorfendum líði eins og þeir séu að reyna að læra nýtt tungumál.
NFL stofan leitast því eftir að efla þekkingu NFL áhugamanna á Íslandi með von um að samfélagið stækki og vitneskja aukist.
Aðrir NFL stofu póstar:
Sóknarhópar
Uppstillingar leikstjórnenda
Hlaupaleiða tréð
Uppstillingar varnarlínumanna
Cover 0
Cover 1
NFL varnir eru flokkaðar í tvær týpur. 4-3 vörn og 3-4 vörn.
Fyrri talan segir til um fjölda varnarlínumanna á vellinum en seinni talan segir til um hve margir línuverðir eru á vellinum.


Þessi hugtök ná yfir grunnvarnir liða. Til að halda í við þróun mála sóknarmegin hafa NFL varnarþjálfarar þurft að bregðast við og sníða varnir sínar að vopnum sóknarinnar. Grunnvarnirnar 4-3 og 3-4 tefla fram tveimur bakvörðum og tveimur miðvörðum. Í dag eru sóknirnar hinsvegar að færa sig frá tveggja útherja sóknarhópum yfir í þriggja og jafnvel fjögurra útherja sóknarpakka. Til að svara þessari þróun þarf að skipta út línuverði eða varnarlínumanni fyrir bak- eða miðverði. Bakverðir eru auðvitað betur í stakk búnir að dekka útherja heldur en línuverðir. Þess vegna heyrum við oft talað um nickel og dime varnarpakka.
Í dag er nickel nýja grunnvörnin. Sóknarlið spila 11 personnel (þrír útherjar) 60% af tímanum og því þarf að gera ráðstafanir. Nickel pakki samanstendur af fimm varnarbökkurum (e. defensive backs). Bak- og miðverðir flokkast undir varnarbakkara. Nickel vörnin skiptir þar af leiðandi línuverði eða varnarlínumanni út af vellinum fyrir varnarbakkara til að vera með næga dekkningu gegn 11 personnel sóknarhóp andstæðingsins.
Gegn 10 personnel sóknarpakka Kliff Kingsbury hjá Arizona Cardinals er gæfulegt að senda út dime varnarpakka til að bregðast við útherjunum fjórum sem eru á vellinum í air-raid sókn Kingsbury. Dime pakki samanstendur af sex varnarbökkurum.
Fimmti varnarbakkarinn er því oft kallaður nickelback og sá sjötti dimeback.

Svona gæti nickel vörn New York Jets litið út í vetur. Brian Poole var einn af öflugri slot bakvörðum deildarinnar á seinasta tímabili og hann færist hér í slottið og Arthur Maulet fer á kantinn.

Hérna sjáum við síðan hvernig dime pakki Buffalo Bills gæti litið út gegn Kyler Murray og Cardinals í 10 personnel. Johnson og Norman koma inn í slottin og tveir línuverðir yfirgefa völlinn. Við gætum líka séð aðeins þrjá varnarlínumenn og tvo línuverði en algengast er að skipta út línuverði fyrir nickel/dime bakkara.
Það er þónokkur munur á leikmönnunum sem þú þarft til að spila 4-3 vörn og þeim sem þú þarft til að spila 3-4 vörn. Ekki henta allir varnarendar (e. defensive ends) báðum kerfum. Í 3-4 vörn eru það ytri línuverðirnir (Bradley Chubb og Von Miller hjá Denver, sem dæmi) sem eru aðal árásarmennirnir. Varnarendarnir gegna öðru hlutverki hjá Broncos en hjá Buffalo Bills sem keyra á 4-3 vörn. Þar sjá Jerry Hughes og Trent Murpy um árásarhlutverkin.
Þær pælingar eiga þó betur heima í sér pósti en þessar upplýsingar eru í grófum dráttum gildar þó þjálfarar séu duglegir við að hrista upp í hlutunum. Einnig má benda á það að til eru hybrid varnir sem blanda 4-3 og 3-4 saman en Bill Belichick býður upp á svoleðis kokteil í Foxborough. Látum þetta duga í bili.