Hjólin halda áfram að snúast í hlaðvarpi Leikdags og hér er lentur þáttur númer tvö af NFL stofunni. Úrslit wildcard umferðarinnar eru rædd, divisional viðureignum er stillt upp og spár kunngerðar. Einnig kemur fyrir úrslitaleik háskólaboltans þar sem Alabama öttu kappi gegn Ohio State og í lokin eru teknar saman nokkrar glænýjar fréttir úr NFL heiminum.
Mæli með að hlustendur sækji þáttinn og hlusti á hann þannig, allavega þangað til ljóst verður hvort hlaðvarpið taki næsta skref og opinberi efnið á hlaðvarpsveitum, eða stöðvi framleiðslu.
Takk fyrir hlustunina.