NFL stofan er útskýringasería í boði Leikdags þar sem hugtök innan NFL deildarinnar eru krufin og matreidd fyrir þig, lesandann. Með þessari seríu er vonin að veita þæginlega og einfalda leið fyrir nýja (og gamla!) áhugamenn NFL deildarinnar til að efla þekkingu sína á amerískum fóbolta.
Í hverri útsendingu dynja á áhorfendur hundruðir NFL hugtaka sem lýsendur eiga bágt með að skýra frá og greina almennilega sökum hraða leiksins. Það er gengið út frá því að áhorfandinn búi yfir almennri þekkingu á leiknum og því er skiljanlegt að nýjum áhorfendum líði eins og þeir séu að reyna að læra nýtt tungumál.
NFL stofan leitast því eftir að efla þekkingu NFL áhugamanna á Íslandi með von um að samfélagið stækki og vitneskja aukist.
Aðrir NFL stofu póstar:
Varnarhópar
Uppstillingar leikstjórnenda
Hlaupaleiða tréð
Uppstillingar varnarlínumanna
Cover 0
Cover 1
Í pósti dagsins ætlum við að fara yfir mismunandi sóknarhópa en lesendur hafa eflaust heyrt spekinga tala og skrifa um “11 personnel”, “10 personnel” eða “21 personnel” svo dæmi séu tekin.
Þessi hugtök ná yfir uppbyggingu og innihald sóknarliða. Fyrri talan segir til um fjölda hlaupara (halfbacks og fullbacks) en seinni talan segir til um fjölda innherja (e. tight end).
Þegar talað er um hlaupara (e. running back) er í 99% tilvika verið að tala um halfback. Fullback er staða sem hefur átt undir högg að sækja undanfarinn áratug en aðalhlutverk hans er að blokka fyrir halfback-inn. Þeir fá af og til séns á að hlaupa með boltann eða grípa sendingar en hlutverk þeirra hafa breyst mikið síðan 1920. Hægt og rólega hafa lið kosið að nýta sér aðeins einn running back í sóknarhópum sínum, halfback-inn.
Ezekiel Elliott er dæmi um halfback. Kyle Juszczyk er dæmi um fullback.
Embed from Getty Images11 personnel er vinsælasti sóknarhópurinn í NFL deildinni í dag. Þremur útherjum er telft fram í þeim sóknarhóp sem hefur rutt til rúms þörfinni á góðum slot útherja. Þegar skoðuð eru öll sóknarsnöpp deildarinnar á seinasta tímabili (deild og úrslitakeppni) er útkoman sú að í 60% tilvika notuðu lið 11 personnel sóknarhóp.
Aðeins tvö lið keyrðu oftar á öðrum sóknarhóp. Philadelphia Eagles notuðust við 12 personnel (einn hlaupari, tveir innherjar og tveir útherjar) í 52% tilvika þar sem Zach Ertz og Dallas Goedert leystu innherja stöðurnar.
Hitt liðið var Minnesota Vikings en þeir keyrðu 12 personnel í 34% tilvika með Kyle Rudolph og nýliðann Irv Smith í innherja stöðunum. Sóknarþjálfari liðsins, Kevin Stefanski, hefur nú söðlað um sig og er orðinn aðalþjálfari Cleveland Browns. Reikna má með fjölgun 12 personnel sóknarhópa hjá Browns í vetur en þeir sömdu við Austin Hooper í viðskiptaglugganum og héldu David Njoku sem verður líklega innherjaparið þeirra í vetur.
Arizona Cardinals voru mjög nálægt því að vera þriðja liðið á listanum. Kliff Kingsbury og air raid sóknin hans notaði liða mest 10 personnel sóknarhóp en þá teflir hann fram fjórum útherjum, einum hlaupara, engum innherja og keyrir á fimm manna verndarpakka.
10 personnel gefur til kynna að líklega muni liðið senda boltann frekar en að hlaupa honum. Cardinals sendu boltann í 76% tilfella þegar þeir keyrðu á 10 personnel. Nú þegar liðið hefur tryggt sér DeAndre Hopkins munu 10 personnel sóknarhópar þeirra verða margfalt beittari sem gefur liðinu enn betri séns á að hlaupa boltanum úr 10 personnel. Vörnin mun þurfa að gera ráð fyrir Fitzgerald og Hopkins sem mun teygja á vörninni og gera hana verr í stakk búna til að stoppa hlaupið.
Embed from Getty ImagesHingað til höfum við rætt 10, 11 og 12 personnel þar sem aðeins einn hlaupari er á vellinum. Nú færum við okkur yfir í tveggja hlaupara sóknarhóp sem San Francisco 49ers notaði í 28% tilfella í fyrra.
21 personnel sóknarhópurinn notast við tvo hlaupara (yfirleitt einn halfback og einn fullback), einn innherja (sem dæmi George Kittle hjá 49ers) og tvo útherja.
San Francisco og Kyle Shanahan keyrðu á 21 personnel 312 sinnum á seinasta tímabili (28%) miðað við 451 skipti á 11 personnel (40%). Þeir leiddu deildina í notkun 21 personnel og voru eitt af þremur liðum deildarinnar sem hlupu oftar en þeir sendu.
Að tefla fram fullback er einmitt góð vísbending um að lið muni hlaupa boltanum en 49ers hlupu í 60% tilfella þegar þeir stilltu upp 21 personnel. Ein af ástæðunum fyrir velgengni San Francisco í hlaupaleiknum er fullback-inn Kyle Juszczyk. Juszczyk er besti leikmaðurinn í sinni stöðu í NFL deildinni í dag. Hann er frábær blokkari sem býr til glufur í vörn andstæðingsins sem hinn hlauparinn á vellinum getur nýtt sér.
Embed from Getty ImagesAlls voru notaðar 17 mismunandi týpur af sóknarhópum í fyrra þó flestir þeirra hafi verið lítið keyrðir. 11 personnel féll úr 65% notkun árið 2018 í 60% árið 2019. Notkun 12 personnel jókst úr 15% í 20% milli ára en notkun á öðrum sóknarhópum hélst tiltölulega óbreytt.
Vonandi kom þetta að gangi og næst þegar þú heyrir minnst á þessa sóknarhópa munt þú átta þig betur á innihaldi hugtaksins og sérð það kristallast á vellinum.