NFL stofan er útskýringasería í boði Leikdags þar sem hugtök innan NFL deildarinnar eru krufin og matreidd fyrir þig, lesandann. Með þessari seríu er vonin að veita þæginlega og einfalda leið fyrir nýja (og gamla!) áhugamenn NFL deildarinnar til að efla þekkingu sína á amerískum fóbolta.
Í hverri útsendingu dynja á áhorfendur hundruðir NFL hugtaka sem lýsendur eiga bágt með að skýra frá og greina almennilega sökum hraða leiksins. Það er gengið út frá því að áhorfandinn búi yfir almennri þekkingu á leiknum og því er skiljanlegt að nýjum áhorfendum líði eins og þeir séu að reyna að læra nýtt tungumál.
NFL stofan leitast því eftir að efla þekkingu NFL áhugamanna á Íslandi með von um að samfélagið stækki og vitneskja aukist.
Aðrir NFL stofu póstar:
Sóknarhópar
Varnarhópar
Uppstillingar leikstjórnenda
Hlaupaleiða tréð
Uppstillingar varnarlínumanna
Cover 0
Cover 1
Línuverðir skipa annað level varnar, þar sem varnarlínan er fyrsta levelið og bak- og miðverðir það þriðja. Línuverðir skiptast í tvo hópa: innri og ytri. Ábyrgð og hlutverk þeirra eru breytileg eftir varnartegund.
Von Miller og Khalil Mack eru dæmi um ytri línuverði í 3-4 vörn. Þeirra hlutverk er að gera árás á leikstjórnendur andstæðinganna. 3-4 vörn samanstendur af þremur varnarlínumönnum og fjórum línuvörðum, þar af tveimur ytri línuvörðum og tveimur innri línuvörðum.
Svo eru til ytri línuverðir í 4-3 vörn. Þeir gegna ekki sambærilegu árásahlutverki og Von Miller og Khalil Mack. Þessir línuverðir spila ekki á bardagalínunni líkt og Miller og Mack heldur eru þeir notaðir í að stoppa hlaup og dekka sendinguna jafnvel þó þeir gegni stundum blitz skyldu.
MIKE línuvörður er einfaldlega línuvörðurinn sem er staðsettur í miðjunni.
SAM línuvörðurinn er staðsettur á sterku hlið vallarins (þeim megin sem innherji sóknarliðs er staðsettur) sem er yfirleitt hægri hliðin, utan á hægri tæklara.
WILL línuvörðurinn er því staðsettur á veiku hlið vallarins.

MIKE línuvörðurinn er yfirleitt skipstjóri varnarinnar, hann stýrir vörninni og reynir að bregðast við hreyfingu leikmanna fyrir snapp, lætur varnarlínuna vita af því sem hann sér og því sem hann finnur á sér. Ef þú hefur einhverntíman heyrt eitthvað á borð við: “55 is the MIKE! 55 is the MIKE!” þá ertu að heyra leikstjórnandann láta sóknarlínuna vita hver MIKE línuvörðurinn er. Blokkeringar sóknarlínu miðast alltaf útfrá MIKE línuverðinum.
SAM línuvörðurinn er staðsettur innherjamegin á vellinum þar sem hann er ábyrgur fyrir honum og þarf að geta dekkað innherjann í sendingakerfum.
WILL línuvörðurinn er oft á tíðum mesti íþróttamaðurinn af þriðja levelinu en hann þarf ekki að vera eins stór og sterkur og hinir línuverðirnir þar sem hann þarf yfirleitt ekki að eiga jafnmikið við sóknarlínumenn og kollegar hans.
Þetta er einföldun á þessum hugtökum en ábyrgð og hlutverk breytast á milli þjálfara og varnarskelja. Eitt snappið er Demario Davis SAM línuvörður í 4-3 vörn New Orleans Saints en það næsta er A.J. Klein að leysa það hlutverk. Það er hægt að líta á þetta sem stereotýpur fyrir NFL línuverði en gott er að vita að nöfnin standa í raun fyrir staðsetningu inná vellinum: MIKE (middle), SAM (strong side), WILL (weak side).