Ég tók saman nokkra leikstöðuháða tölfræðiþætti innan NFL-deildarinnar og hlóð í strimil til að taka saman niðurstöðurnar. Þetta innlegg er það fyrsta af fimm þar sem ég einblíni á nýliðana frá 2018 tímabilinu en hugmyndin var að taka fjóra eða fimm hæst dröftuðu leikmenn í stöðunum fimm (QB, RB, WR, LB, CB) og bera saman tölfræðilega frammistöðu þeirra.
Í tilviki leikstjórnenda þá ber ég aðeins saman 4 hæst dröftuðu leikmennina en það er vegna þess að þeir höfðu allir, frá upphafi, stóra rullu hjá sínum klúbbi. Lamar Jackson, leikstjórnandi Baltimore Ravens, var draftaður númer 5 úr laug leikstjórnenda en hann var fyrir aftan Joe Flacco í goggunarröðinni fyrri hluta tímabils og hafði því ekki sama tækifæri á framleiðslu og hinir fjórir.
