Þá er komið að seinustu leikstöðunni sem fær nýliða samanburð. Eins og allir vita var mikil tilhlökkun fyrir Saquon Barkley, sem var tekinn númer 2 af New York Giants. Strákurinn stóð undir öllum væntingum og sýndi og sannaði að hann á alla athygli andstæðinga sinna skilið. Hann var ógnandi sem hlaupari en líka sem grípari og átti til dæmis eftirminnlegt grip eftir sendingu Odell Beckham Jr.

Ronald Jones, hlaupari Tampa Bay Buccaneers sem var valinn númer 38 (á undan Kerryon Johnson), spilaði ekki nógu mikið til að komast inná þennan samanburð.