Eins og ég tók fram í síðustu útgáfu NFL Nýliðavalspánnar, þá er ég búinn að spá fyrir um nokkur valréttaskipti í þessari brakandi fersku útgáfu sem var að koma úr ofninum!
Ég spái því að New York Giants færi sig ofar í röðina og skipta sínum sjötta valrétti í fyrstu umferð plús valrétti í umferð tvö fyrir pikk númer 3 sem nágrannarnir í New York Jets eiga.
Cincinnati Bengals taka sénsinn og ná sér í leikstjórnanda númer 8 en þeir skipta sínum ellefta valrétti (plús lægri pick) til Detroit Lions sem færa sig því niður um þrjá.
Carolina Panthers sjá sénsinn að ná sér í einn eðal pass rusher númer 10 og skipta sínu sextánda pikki til Denver (plús lægri pick). Broncos sjá hag sinn í því að færa sig neðar í röðina og sanka að sér meira draft púðri.
Seinustu valréttaskiptin sem ég sé fyrir í fyrstu umferð verða á milli Oakland Raiders (#24) og Tennessee Titans (#19). Efnilegur innherji verður laus þegar Titans eiga að velja og Jon Gruden tekur upp símann og tryggir sér nítjánda pikkið fyrir sitt 24 (plús lægri pick).
