Nú eru ekki nema 32 dagar í nýliðavalið og lið eru í fullum undirbúningi, djúpri rannsóknarvinnu og plottandi svikamyllur og blásandi reyk til þess að hafa áhrif á ákvarðanir liða í kringum sig.
Þetta verður seinasta spáin sem ég geri þar sem skipti eru ekki tekin með í myndina. Næsta spá mun semsagt innihalda valréttaskipti á milli liða sem ég gæti ímyndað mér að fari fram.
Í þessari nýjustu spá hefur Quinnen Williams endurheimt fyrsta sætið og Kyler Murray fellur til Oakland Raiders númer fjögur. Línuverðirnir Devin White og Devin Bush Jr. verða teknir í top 10, bakvörðurinn Jonathan Abram og ytri línuvörðurinn Chase Winovich koma nýjir inn á listann:
