Þá er NFL Mælistikan yfirstaðin með tilheyrandi slúðri, staðreyndum og skoðunum. Kyler Murray var mældur 178 cm og 94 kg og í kjölfarið hafa allskonar fyrirsagnir litið dagsins ljós.
Arizona tekur Murray nr. 1 og skiptir Josh Rosen frá sér!
Mælingin var fölsuð! Murray er hvorki svona hár né þungur!
Ekki trúa öllu sem þú lest á alltaf vel við og í rauninni er best að kúpla sig útúr þessari umræðu, loka augunum og pissa bara upp í vindinn. Ég ætla hinsvegar að stara í gegnum reykinn og rykið og trúa öllu sem sagt var í Indianapolis seinustu helgi varðandi það að Arizona og Murray.
Hér breytist margt miðað við útgáfu 1.0 en 7 ný nöfn líta dagsins ljós. Það verður fróðlegt að fylgjast með þegar leikmannamarkaðurinn opnar opinberlega 13. mars og allt fer á fullt. Það má búast við allskonar breytingum á valröð liðanna áður en valið fer fram í lok apríl en við spáum ekki í þau spil strax:
