Fyrir neðan má sjá mína fyrstu nýliðavalsspá en nú einmitt vertíð nýliðaspámanna vestanhafs. Ég geri ekki ráð fyrir að valröðin breytist neitt jafnvel þótt hún geri það 100%. Það flækir allt til muna að vera líka að spá til um hvaða klúbbar vilja færa sig ofar í draftröðina. Nýliðavalið fer fram helgina 26. og 27. apríl en NFL Combine-ið fer senn að hefjast þar sem bestu fótboltaleikmennirnir koma saman og þeir fara í læknisprufur, viðtöl og tíma mælingar. Þar gefst framkvæmdastjórum og þjálfarateymum liðanna 32ja færi á að vega og meta efniviðinn enn frekar sem reynir nú að komast inn í deildina. Sekúndubrotin geta skipt gríðarlega miklu máli í augum þeirra sem koma að valinu og getur góður tími í 40 yarda sprettinum t.a.m. hýft menn ofar á óskalista klúbbanna.
Aðaldagarnir í NFL Scouting Combine-inu eru 1.-4. mars en þá eru viðtölin afstaðin og læknisskoðanirnar búnar. Við hjá Leikdegi munum ekki láta okkar eftir liggja þegar kemur að því að spá í spilin. Fyrsta útgáfan af spánni minni er hér fyrir neðan en ég mun koma til með að gefa út fleiri útgáfur með tilkomu nýrra upplýsinga frá combine-inu og frjálsa markaðinum sem opnar formlega 13. mars.

Ég mun síðan setja inn uppfærða spá í mars sem tekur mið af útkomu og frammistöðu leikmanna í Combine-inu.