Þá er áttunda leikvika tímabilsins afstaðin þar sem allskonar dramatík átti sér stað og þónokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós. Joe Burrow og Cincinnati Bengals sóttu sigur gegn sterku liði Tennessee Titans, Miami Dolphins lögðu L.A. Rams að velli í fyrsta byrjunarliðsleik Tua Tagovailoa og Pittsburgh Steelers höfðu sigur úr býtum gegn erkifjendum sínum frá Baltimore.
Einnig má nefna ævintýralegt klúður L.A. Chargers sem töpuðu niður 21 stigs forystu í þriðja leikhluta gegn Denver Broncos. Dalvin Cook bar lið sitt á herðum sér og matreiddi 226 blandaða jarda og fjögur snertimörk gegn Green Bay Packers.
San Francisco missti tvo lykilmenn úr liði sínu og hríðféllu í þessari útgáfu listans. Miami Dolphins tóku stökk uppá við og Dallas veita New York Jets samkeppni um ömurlegasta liðið um þessar mundir.
1. Kansas City Chiefs (-)
Patrick Mahomes og félagar fengu Jets í heimsókn og afgreiddu þann leik örugglega.
2. Pittsburgh Steelers (+1)
Útivallarsigur gegn Baltimore Ravens liði sem varð fyrir áfalli í leiknum.
3. Tampa Bay Buccaneers (+1)
Ósannfærandi frammistaða gegn spræku New York Giants liði. Gerðu nóg til að rétt merja sigur.
4. Seattle Seahawks (+2)
10 stiga sigur á San Francisco 49ers á heimavelli. Styttist í endurkomu Jamal Adams. Carlos Dunlap sem fékkst í skiptum við Cincinnati Bengals mun að öllum líkindum spila næsta leik.
5. Baltimore Ravens (-3)
Sárt tap gegn Pittsburgh Steelers þar sem vinstri tæklari liðsins var keyrður út af vellinum sökum ökklameiðsla. Stanley var nýbúinn að skrifa undir framlengingu við félagið og mun nú ekki spila meira með á tímabilinu.
6. Green Bay Packers (-1)
Hlaupavörnin skrópaði í leiknum gegn Minnesota Vikings. Nú þarf Matt Pettine að hysja upp sokkana, girða sig í brók og ná eitthverju útúr varnarliðinu sínu.
7. New Orleans Saints (+1)
Virkilega naumur framlengingarsigur gegn Chicago Bears. Áfram gakk.
8. Buffalo Bills (+2)
3ja stiga sigur á Cam Newton og Bill Belichick þar sem Newton fömblar boltanum í lokasókn Patriots. Bills byrjuðu tímabilið sterkt en það virðist allt loft úr liðinu um þessar mundir.
9. Tennessee Titans (-2)
Slæmt tap gegn Cincinnati Bengals. Vörnin hjá Titans er skelfileg. Ekki sjón að sjá vörnina miðað við á síðasta tímabili.
10. Indianapolis Colts (+4)
20 stiga sigur á spræku Detroit Lions liði. Ánægjulegt fyrir stuðningsmenn liðsins að sjá Philip Rivers komast í gang og sóknina að skora 41 stig. Fengu óvænt framlag frá Jordan Wilkins. Færast upp um aukasæti vegna meiðsla 49ers sem hríðfalla.
11. Arizona Cardinals (+1)
Arizona voru í bye en færast upp um sæti vegna falls 49ers.
12. Los Angeles Rams (-1)
Úff. Sókn Los Angeles Rams leit hræðilega út á sunnudaginn gegn Dolphins vörninni. Spurning hvort Jared Goff þurfi ekki að kíkja í ræktina með Sean McVay.
13. Las Vegas Raiders (+2)
16-6 sigur á útivelli gegn Cleveland Browns sem voru án nokkurra lykilleikmanna. Færast upp um aukasæti vegna meiðsla 49ers sem hríðfalla.
14. Cleveland Browns (-1)
Aumt tap gegn L.V. Raiders á heimavelli í leik af gamla skólanum. 67 hlaupatilraunir og 49 sendingar.
15. Miami Dolphins (+5)
Stórkostleg frammistaða Dolphins varnarinnar gegn L.A. Rams á fimm sæta stökkið skuldlaust. Sóknarlega var pönterinn Matt Haack bestur.
16. Chicago Bears (-)
Minnstu munaði að Bears næðu í öflugan sigur gegn New Orleans Saints og Drew Brees. Framlengingartap þó staðreynd. Bears geta gefið hverjum sem er leik.
17. San Francisco 49ers (-8)
Jimmy Garoppolo og George Kittle munu missa af næstu 6-8 vikum sem stafar í raun endalokin fyrir félagið í ár. Það væri hægt að komast í úrslitakeppnina væri liðið í öðrum riðli en ljóst er að róðurinn verður afskaplega þungur án þessara leikmanna. Er tími Garoppolo á þrotum í San Francisco?
18. Philadelphia Eagles (-)
Eagles sigruðu Cowboys 23-9. Carson Wentz er hreinlega í bullinu. Inná með Jalen Hurts. Wentz er kominn með 12 tapaðar sendingar í átta leikjum.
19. Detroit Lions (-2)
Stórt tap gegn Indianapolis Colts snöggkælir vonir Lions aðdáenda sem eiga enn eftir að vinna heimaleik í vetur.
20. Minnesota Vikings (+1)
Skyldi lausn Vikings manna vera að teikna aðeins upp 10-15 sendingakerfi fyrir Kirk Cousins og einblína heldur á að leyfa besta hlaupara tímabilisins vinna vinnuna sína? Flottur sigur á Green Bay um helgina.
21. Atlanta Falcons (+3)
Fínn sigur á líflegu Carolina Panthers liði á fimmtudaginn. Julio Jones dró vagninn og Brian Hill kom skemmtilega á óvart.
22. Denver Broncos (+3)
Skelfilegur fyrri hálfleikur hjá sókn Denver Broncos. 62 samtals jardar. Snéru blaðinu við í þriðja leikhluta eftir að hafa lent undir 24-3. Sigruðu á lokasekúndum leiksins.
23. Houston Texans (-)
Bye vika.
24. Los Angeles Chargers (-2)
Jæja. Anthony Lynn út? Þetta er það sem ég hef verið að segja í svolítinn tíma. Það er eitthvað að þessu liði og það er ekki endalaust hægt að klína þessu á leikmennina. Lynn burt eftir tímabilið, takk.
25. New England Patriots (-6)
Föðurlandssinnarnir hafa verið á mestu flakki allra liða í kraftöðun Leikdags. Allskonar fréttir hafa verið að berast úr herbúðum liðsins og virðist sem lítið jafnvægi sé á stöðunni á Foxborough. Cam Newton fömblaði síðan boltanum í vænlegri stöðu í tapi gegn Buffalo Bills um helgina. Hellings mótlæti hjá félaginu.
26. Cincinnati Bengals (+1)
Glæsilegur sigur á sterku liði Tennessee Titans. Útileikur gegn Steelers í næstu umferð. Brekka.
27. Carolina Panthers (-1)
Atlanta Falcons tóku loftið úr Panthers í fimmtudagsleik umferðarinnar. Nú fá Panthers tækifæri á að koma lofti aftur í blöðruna, þó mótherjinn sé Kansas City Chief á útivelli.
28. New York Giants (+3)
Giants komu hressilega á óvart í mánudagsleik umferðinnar. Þeir voru ansi nálægt því að leggja Buccaneers að velli en Daniel Jones þarf að fara að læra að kasta boltanum ekki undir svona svakalegri pressu eins og hann gerði í tvígang í leiknum. Vörn Buccaneers náði að stela tveimur svoleiðis sendingum frá Jones sem annars átti nokkuð fínan dag. Wayne Gallman kom virkilega á óvart gegn sterkustu hlaupavörn deildarinnar.
29. Washington Football Team (-)
Bye vika.
30. Jacksonville Jaguars (-)
Bye vika.
31. Dallas Cowboys (-3)
Hvað skal segja?
32. New York Jets (-)
Burt með Adam Gase og Gregg Williams.