Eins og áður klikkar NFL deildin ekki. Fullt af skemmtilegum leikjum litu dagsins ljós þessa umferðina og úrslitakeppnismálverkið er sífellt að breytast.
Patrick Mahomes kastaði þremur töpuðum sendingum í annað skiptið á ferlinum í sigri Chiefs gegn Dolphins, Derrick Henry hlóð í annan 200 jarda leikinn í ár gegn slakri Jaguars vörninni og Chicago Bears náðu loks andanum eftir sex tapleiki í röð.
Jalen Hurts byrjaði sinn fyrsta NFL leik á sunnudaginn og leiddi Philadelphia til sigurs gegn heitustu vörn deildarinnar, Drew Lock bauð uppá hæstu sendingaeinkunn allra leikstjórnenda (149,5) og Michael Badgley stígvélaði upp sigur vallarmarkinu fyrir Los Angeles Chargers gegn Atlanta Falcons.
Pittsburgh Steelers töpuðu sínum öðrum leik í röð þegar þeir heimsóttu Buffalo Bills, Washington Football Team tróð sér inn í úrslitakeppnismyndina með sigri á San Francisco 49ers og Green Bay Packers tryggðu sér NFC North titilinn og eru nú fremstir NFC liða í kapphlaupinu um bye viku í 1. umferð úrslitakeppninnar.
Styrkleikaröðunin verður aðeins frábrugðin að þessu sinni. Ritstjórnin tók saman tíst fyrir hvert og eitt lið í stað þess að skrifa um þau. Ef þið viljið eiga betri séns á að sjá tístin ykkar á síðunni er hægt að nota myllumerkið #leikdagur.