Hið árlega mock draft Facebook hópsins NFL-Íslands byrjaði í gær og mun standa yfir næstu daga.
Mér fannst því tilvalið að hnoða niðurstöðum úr fyrstu umferðinni í póst hér á Leikdegi, til að taka þetta almennilega saman og bjóða upp á þetta á aðgengilegri hátt.
Framkvæmdastjórar liðanna létu smá útskýringar fylgja með pikkunum sínum og mun ég vitna í þær útskýringar eftir hvert pikk.

GM: Eyjólfur Brynjar Brynjólfsson
“Cardinals eru með mikið af holum í liðinu sínu en Josh Rosen er framtíðarlausnin í QB stöðunni. Þótt Kyler Murray sé líklegast betri en Josh Rosen þá held ég að þeir myndu ná svipuðum árangri í air raid sókninni hans Kliff Kingsbury.”
“Cardinals hefðu vilja trade’a niður til þess að fá fleiri picks en price tag’ið á 1.01 var of hátt fyrir hin liðin svo þeir endu með að taka Nick Bosa. Nick Bosa er besti leikmaðurinn í draftinu og er eftir að fá gulljakka í framtíðinni.”

GM: Hannes Hólm Elíasson
“Þetta er No-Brainer, Quinnen Williams er sennilegast besti varnarmaður í draftinu og þetta er pick sem ég held að muni gera góða hluti fyrir 49’ers í framtíðinni.”

TRADE: [#3 til Bucs] [#5, #39 til Jets]
GM: Eyjólfur Brynjar Brynjólfsson
“Tampa Bay varla trúa því að Kyler Murray var ennþá opinn og voru fljótir að taka upp símann. Jameis Winston á eitt ár eftir af samningi sínum og mun Kyler sitja á bekknum og læra í 1 ár. Jameis er meðal góður QB og Bruce Arians sér ekki fyrir sér að vinna SB með honum. Tampa Bay eru hæst ánægðir með að hafa náð í næsta Russell Wilson. Miðað við önnur “trade up” í fortíðinni til að ná í franchise QB þá tel ég að það hafi verið ódýrt að einungis gefa frá sér pick 39 til að move’a upp!”

GM: Snorri Villafuerte Valsson
“Langlélegasta kastvörn deildarinnar í fyrra hafði enga kosti aðra en að verja hæsta valrétti sínum í þessa stöðu og hefja endurbygginguna í vörn. Fengu símtöl um að treida upp en hefðu frekar viljað fá 2-3 rétti fyrir þennan valrétt.”

Trade: [#5 til Dolphins] [#13, #48, #78 til Jets]
GM: Þorkell R. Sigurjónsson
“Miami Dolphins taka sénsinn á að trade-a upp og ná sínum franchise QB. Miami hafa ekki átt franchise QB síðan Jay Cutler og meta þeir Haskins hátt og telja að hann muni passa fullkomlega inn í þessa Dolphins sókn. Erfitt val á milli Haskins og Lock en ég sé lið frekar fyrir mér taka sénsinn á Haskins fram yfir Drew Lock.”

TRADE: [#6 til Bucs] [QB J. Winston til Giants]
GM: Eyjólfur Brynjar Brynjólfsson
“Tampa Bay halda áfram að koma á óvart og trade’a frá sér Jameis Winston. Kyler Murray fer þá beint í djúpu laugina. Clelin Ferrell er með hæsta floor’ið af DE’um í draftinu og það kæmi mér ekki á óvart ef hann fer top 7 í alvöru NFL draftinu.”

GM: Loftur Kristjánsson
“Aðal styrkur draftsins er í varnarlínunni og hér taka Jaguars mann sem hefur mikið upside. Oliver var talinn líklegur sem fyrsti maður til að vera valinn fyrir nokkrum mánuðum en hann fer í topp 10.”
“Malik Jackson er horfinn á braut og Jaguars bæta í vopnabúrið í varnarlínunni. Hann ætti að fá nóg af tækifærum með Calais Campbell og Yannick Ngakoue með sér. Ef Taven Bryan bætir sig frá sínu fyrsta tímabili munu andstæðingar Jaguars ekki hlakka til að fá þessa menn gegn sér.”

GM: Snorri Villafuerte Valsson
“Í Hockenson eru menn að tryggja Matthew Stafford tight end í efsta gæðaflokki út ferilinn. Um er að ræða Gronk-kaliber mann sem getur líka blokkað. Sóknarvalkostir Lions hafa verið takmarkaðir síðustu ár en síðasta tímabil var gott stökk framávið. Þessi valréttur ætti að gulltryggja að Stafford getur treyst á fjölbreyttan sóknarleik og komið liðinu í úrslitakeppnina.”
“Með næsta valrétt ekki fyrr en um miðja 2. umferð, var mikilvægt að taka lykilsóknarmann hér. Matt Patricia getur strykt vörnina með því að pússa kolamola síðar í nýliðavalinu.”

GM: Eyjólfur Brynjar Brynjólfsson
“Clemson leikmaður númer 2 af borðinu. Mikla trú á Clemson varnarleikmönnum, hann á eftir að koma Bills Mafia af stað.”

GM: Atli Rafn Meldal Hreinsson
“Slappur QB class gerði það að verkum að Elway fékk Joe Flacco til sín og sendi Keenum burt. Okkur lýst hvorki á Lock né Jones svo Denver fer í aðra átt.”
“Vic Fangio, ný þjálfari liðsins, hefur átt góðu gengi að fagna í NFL deildinni sem varnarþjálfari, nú síðast hjá Chicago Bears. Hann er linebacker guru og elskar góða íþróttamenn í stöðunni. Chicago tóku LB Roquan Smith númer 8 í nýliðavalinu í fyrra og ég að sýna Fangio traust mitt til hans og taka LB Devin White.”
“Broncos eru virkilega sáttir með að hafa fengið White en við vorum reiðubúnir til að treida niður um nokkra rassa og taka LB Devin Bush Jr.”

GM: Jón Ari Helgason
“OT er ein af þeim stöðum sem Bengals þurfa bráðnauðsynlega að adressa í draftinu. Jonah er maður sem ætti að geta farið beint í byrjunarliðið. Auk þess hefur hann reynslu af því að spila Tackle báðum megin sem Cincy hefur aldrei þótt verra hjá sínum línumönnum.”

GM: Matthías Tim Sigurðarson Rühl
“Packers vilja taka þátt í þessu OT run-i og næla sér í tackle sem hefur fjölbreytaleika á línunni. Valið hér stóð á milli Taylor og Andre Dillard en við vildum aðeins meiri fjölbreytileika og ákváðum því að taka Taylor. Hann er ekki stærsti o-lineman sem þú finnur en hann hefur mikinn styrk og er ekki feiminn við að rífa fólk í jörðina ef þess þarf.”

[#13 frá Dolphins]
GM: Matthías Tim Sigurðarson Rühl
“Við viljum gera vel við okkar mann, Gregg Williams varnarmeginn við boltann og fáum hér til okkar top 3 edge talent í draftinu. Gary er kannski ekki sá mest slípaði í stöðunni en hann er algjört skrímsli líkamlega. Hann hefur metnaðinn, drive-ið og gáfurnar til að verða besti pass rusherinn uppúr þessu drafti. Þetta er algjört upside pick og ef það heppnast mun hann valda mörgum QB’s martraðir í mörg ár, þ.e.a.s ef hann helst heill.”
“Sumir muna kannski eftir honum úr Michigan seríu amazon prime en þar sást greinilega að þar er klárlega mikill heili á ferð. Hann á meiri að segja sína eigin umboðsstofu fyrir íþróttamenn og fínt að fá svona mann í jafn stóran markað eins og New York.”

TRADE: [#14 til Steelers] [#20, #52, #83 til Falcons]
GM: Þorkell R. Sigurjónsson
“Steelers bráðvanta inside linebacker til að fylla í skó Ryan Shazier sem að hlaut mænuskaða í leik gegn Bengals á þar seinasta tímabili. Steelers misstu af sínum mönnum í fyrra þegar lið trade-uðu upp til að ná Roquan Smith og Trumaine Edmunds og ætla ekki að leyfa því að gerast aftur. Steelers eiga 10 draft picks og voru alltaf með augum á að trade-a nokkrum til að komast ofar í röðina og vonandi að ná sínum manni.”

GM: Steinn Kári Steinsson
“Margir hafa mock draftað QB eða WR til Washington en við tökum þann sem við teljum besta manninn í boði og sóknarleikurinn bíður aðeins.”

GM: Þór Jóhannesson
“Carolina Panthers trúa ekki eigin lukku þegar þeir sjá að þeirra longshot for the 16th overall pick er ennþà laus og drafta hèr Montez Sweat EDGE frà Mississippi State.”

GM: Kjartan Ágúst Jónasson
Gestapikk: Matthías Tim Sigurðarson Rühl
“NYG eru nú með þá Eli Manning og Jamies Winston bakvið center og þá þarf að passa eftir að Giants voru með eina af verstu sóknarlínum deildarinnnar. Tackle er eitt af helstu vandamálum liðsins, þá sérstaklega hægra megin þó Solder sé líka lengi að aðlaga sig þarna vinstra megin. Dillard gæti verið besti pass protectorinn í þessu classi og gott að halda áfram að bæta línuna ásamt viðbótinni frá Browns, Kevin Zeitler í guard stöðunni. OT er ein dýrasta staða draftsins og eru NYG bara mjög kátir að hafa fengið einn þann besta þetta árið með #17. Barkley einnig mjög sáttur með betri línu og fá svona skrímsli fyrir framan sig.”

GM: Þór Jóhannesson
“Með vali nr. 18 kemur hlauparinn knái frá Alabama, Josh Jacobs, til Minnesota Vikings bæði sem þörf og value pick.”
“Jacobs er of dýr til að pass on hér fyrir þá og dýptin í RB stöðinni er engin.”

GM: Kjartan Ágúst Jónasson
Gestapikk: Þór Jóhannesson
“Það er kominn tími á að taka kastleikinn upp á næsta level fyrir Tennessee Titans og færa Marcus Mariotta loksins WR sem gæti hæglega orðið stórstjarna í þessari deild.”

[#20 frá Steelers]
GM: Matthías Tim Sigurðarson Rühl
“Falcons þurfa einhvern til að para við Grady Jarrett og god forbid taka við af honum ef samningaviðræður fara ekki á þá leið sem Falcons vilja. Simmons er einn af þessum leikmönnum sem lendir í því að ACL slit muni koma til með að fá hann til að falla.”
“Drengurinn er í hárréttri stærð fyrir stöðuna og væri í raun top 10 talent ef hann væri heill, getur bæði verið frábær í pass rushinu og run stuffinu. Hann er einnig með nokkur spurningarmerki utan vallar en hann átti í einhverjum slagsmálum við kvenmann árið 2016. Margir vilja líkja honum við Fletcher Cox hjá Eagles og ef hann skrúfar hausinn rétt á ásamt því að ná sér heilum er hann steal hér.”

TRADE: [#21 til Chargers] [#28, #91 til Seahawks]
GM: Aron Ívarsson
“Ég held að LAC þurfi að stökkva hérna til þess að næla okkur í framtíðar T þar sem flestir í O-line hafa ekki staðið við væntingar. Nokkuð viss hann væri farinn fyrir #20, og því þess virði að gefa 3rd round valréttinn til að tryggja top prospect og need í leiðinni.”

GM: Þór Jóhannesson
“Hér hefðu Ravens viljað trade-a en eins og í raunverulega valinu næstkomandi fimmtudag þá reyndist það þrautinni þyngra og því þarf ég, líkt og nýi Ravens GM Eric Decosta, að velja þann leikmann sem öll augu í Baltimore hvíla á, sem er Bradbury hér. Bradbury er eini hreini centerinn í draftinu og frábær run blocker ásamt því að vera mjög öflugur í pass blocking. Hann er einstaklega hreyfanlegur center og akkúrat það sem Ravens þurfa til að geirnegla hlaupasóknina í kringum Lamar “Action” Jackson og hinn nýja sóknarstíl Ravens í kringum hann.”

GM: Hannes Hólm Elíasson
“Með förum Kareem Jackson og Tyrann Matheu hafa Texans verið í miklu basli í því að redda góðu secondary. Fengu Bradley Roby inn í cornerback stöðuna en það er alls ekkert svar og held ég að með innkomu Greedy Williams í liðið þá eigi þetta secondary eftir að skána helling. Nægur tími í 2. Roundinu til að finna púsluspil fyrir O-Line og held ég að þetta sé sniðugasta pickið fyrir Texans eins og er.”

GM: Snorri Villafuerte Valsson
“Raiders halda áfram að styrkja vörnina enda í riðli með Chiefs og Chargers og nauðsynlegt að styrkja vörnina umtalsvert ef menn ætla sér í Playoffs. Dexter gerir liðið strax sterkara með því að skemma fyrir bæði hlaupa og kastleik andstæðingana.”

GM: Eyjólfur Brynjar Brynjólfsson
“Eagles voru með hræðilegt secondary í fyrra og Nasir á eftir að hjálpa til að fá stöðuleika í vörninni.”

GM: Stefán Hrafn Stefánsson
“Liðið kom á óvart í fyrra og með eitt besta O-line deildarinnar. Eru hinsvegar þunnskipðir í vörninni og þurfa hjálp þar. Einkum í secondary og D-line.”

GM: Snorri Villafuerte Valsson
“Snöggur, hybrid TE sem getur villt um fyrir og losað AB og Williams í kastleiknum líka. Derek Carr mun hafa núll afsakanir ef hann er ekki að skila risatímabili í ár.”

TRADE: [#28 til Patriots] [#32, #134 til Seahawks]
GM: Einar Bjarki Leifsson
“Eftir miklar umræður milli mín og Bill var þetta niðurstaðan: Höfum misst Hogan og svo er Gordon spurningarmerki og DT veit enginn hvað mun geta eftir þessi meiðsli. Góður í slot-inu líka, stór og sterkur og svo skemmir ekki fyrir að hann er mikill Pats aðdáandi.”

TRADE: [#29 til Bills] [#40, #74, #112 til Chiefs]
GM: Eyjólfur Brynjar Brynjólfsson
“Buffalo komnir með sturlað vopn í N’Keal Harry og Josh Allen gæti ekki verið meira ánægður með þetta move. Buffalo vildi ná að trade’a upp áður en allir bestu WR voru farnir!”

GM: Matthías Tim Sigurðarson Rühl
“Brown er einn hraðasti WR sem sést hefur og ætti að fitta vel sem field stretcher með Devante Adams í short/mid field sendingunum. Brown hefur verið að eiga við meiðsli að stríða en hefur fengið grænt ljós frá læknum. Margir vilja meina að Hollywood sé WR1 í þessu drafti þrátt fyrir að vera fremur lítill og léttur, það segir mikið um þennan dreng. Aaron Rodgers hefur ekki fengið mörg high class vopn í síðustu dröftum en hér fær hann leikmann sem hefur verið toutaður sem næsti Desean Jackson, ekki amalegt það!”

GM: Kjartan Ágúst Jónasson
“Hérna eru Rams að fá hörku góðan leikmann til að fylla í skarðið sem Ndamukong Suh skilur eftir sig. Tillery er að margra mati engu síðri en hver annar DT í þessum drafthóp en hann er víst mjög virkur á næturlífinu og hefur fengið gagnrýni fyrir að vera slæmur liðsfélagi og ekki víst að hann hafi þroskann fyrir stóra sviðið. Ef hann drullast til þess að haga sér eru Rams að fá hann á spot prís með nr. 31.”

[#32 frá Patriots]
GM: Jan Eric Jessen
“Seahawks komu inn í þetta draft með einungis þrjú pick, og það þarf því ekki að koma nokkrum manni á óvart að John Schneider hafi treidað niður í tvígang til að ná sér í auka pick í 3. og 4. roundi.”
“Þrátt fyrir það fékk Schneider sinn mann, cornerbackinn Rock Ya-Sin, sem fellur afar vel að þeim stíl sem Seahawks hefur lagt áherslu á í varnarleiknum síðan Carroll og Schneider tóku við. Ya-Sin er 183 cm, stór og sterkur CB en þrátt fyrir það snöggur af stað, með fínar fótahreyfingar í afturábak hlaupum og mjög góður í að “mirror-a” receiver-a. Með sterkar hendur og beitir þeim á aggressívan hátt. Heilt yfir virkilega hæfileikaríkur CB en vissulega svolítið hrár og þarf á þjálfun að halda í tæknilegum atriðum.”
“Eftir brotthvarf Richard Sherman hefur Seahawks vantað virkilega góðan CB á móti Shaquill Griffin – og þessi gæi hefur allt sem þarf til að verða framtíðar leikmaður hjá Seahawks.”