Í aðdraganda nýliðavalsins og í tilefni þess að apríl mánuður er loksins kominn er tilvalið að skoða sögu valsins frá árinu 2000. Ég tók saman efstu þrjá valrétti frá 2000 til 2018 en mig langaði að fá betri mynd á hlutfallslega skiptingu valdra leikmanna útfrá stöðu þeirra.
Undanfarið hefur leikstjórnandi Oklahoma Sooners, Kyler Murray verið sterklega orðaður við Arizona Cardinals sem eiga fyrsta valréttinn í ár. Í fyrra var Baker Mayfield, fyrrverandi leikstjórnandi Oklahoma, valinn númer eitt og árið 2017 var Mitchell Trubisky valinn til Chicago númer tvö. Hversu dóminerandi eru leikstjórnendur þegar kemur að fyrsta valréttinum?
Fyrsti valréttur 2000-2018:
- QB
- DE
- OT
Eins og kökuritið sýnir, þá hafa leikstjórnendur verið valdir langoftast síðan 2000 með fyrsta valréttinum – í 68,4% tilvika. Hinar tvær leikstöðurnar sem hafa verið valdar með fyrsta pikkinu eru varnarendar (fjórir talsins) og sóknartæklarar (tveir).
Þegar við færum okkur yfir í annan valréttinn þá sjáum við að fjölbreytnin er mikið meiri en sjö mismunandi leikstöður hafa verið valdar síðan 2000.
Annar valréttur 2000-2018:
- QB
- OT
- LB
- DT
- WR
- RB
- DE
Sóknartæklarar hafa verið vinsælastir í öðru pikkinu þó valprósenta þeirrar stöðu sé aðeins rétt rúm 26%. Leikstjórnendur fylgja þar fast á eftir með 21%. Það kom mörgum nokkuð á óvart að Giants hafi valið hlauparann Saquon Barkley með öðrum valréttinum í fyrra en Reggie Bush og Ronnie Brown eru hinir hlaupararnir sem hafa verið valdir númer 2 frá árinu 2000.
Þriðji valréttur 2000-2018:
- QB
- DE
- LB
- RB
- DT
- OT
- WR
Leikstjórnendur toppa aftur listann yfir þriðju valréttina en loksins sjáum við útherja vera valda. Frá 2000 hefur enginn útherji verið valinn fyrr en í þriðju umferð en þeir komu allir í röð árin 2003-05. Einn þeirra er Larry Fitzgerald sem er jafnframt sá eini sem er enn í deildinni.