Næst á dagskrá er Seattle Seahawks félagið en Jan Eric Jessen, stuðningsmaður liðsins, deildi hugsunum sínum varðandi liðið og næstu verkefni þess. Helstu fréttirnar úr Seattle eru auðvitað þær að Russell Wilson er ekki par sáttur með sitt hlutskipti innan liðsins og þá sérstaklega sóknarinnar.
NFC South: Saints með bakið uppvið vegg
NFC South: Nýjir tímar framundan hjá Falcons en holan er djúp
AFC South: Jaguars í dauðafæri til að snúa blaðinu við
NFC North: Tími Trubisky á þrotum í borg vindanna
Hvaðan kemur óánægja Wilson og hvernig er sérðu hlutina þróast?
Þetta offseason hófst með hvelli hjá Seahawks. Russell Wilson hefur með nokkuð skýrum og hreinskiptnum hætti látið í ljós óánægju sína með ákveðin atriði innan félagsins, þá helst hversu lítil áhersla hefur verið á að byggja upp góða sókarlínu og eins hversu lítil aðkoma hans sjálfs er að ákvarðanatöku er varðar sóknarleik liðsins og ráðningar í þjálfarastöður sóknarmegin.
Í samningi Wilson hjá Seahawks er svokölluð „no trade klásúla“ sem þýðir að Seahawks geta ekki treidað honum án hans samþykkis. Þrátt fyrir að Wilson hafi ekki formlega óskað eftir treidi hefur umboðsmaður hans lagt fram lista yfir þau lið sem honum þykja koma til greina sem áfangastaðir, fari svo að honum verði treidað: Cowboys, Bears, Raiders og Saints. Þótt ýmsir sérfræðingar hafa bent á að hugsanlega sé tími Wilson hjá Seahawks einfaldlega við það að renna út og besti kostur félagsins einfaldlega að treida honum núna (þrátt fyrir mikið cap hit) meðan virði hans á markaðnum er í hæstu hæðum – þá tel ég engu að síður lang líklegast að Wilson verði áfram leikstjórnandi Seahawks á næsta tímabili.
Embed from Getty ImagesÁn þess að ég ætli að leggja í of djúpar vangaveltur og greiningar á þessari stöðu langar mig þó engu að síður að benda á skemmtilega staðreynd. Hvaða skilaboð gæti Wilson verið að senda með því að leggja fram fyrrnefndan fjögurra liða lista? Ef við tökum út þau lið í NFL sem hafa fyrrum varnar- eða special teams „coordinator-a“ sem aðalþjálfara… Og tökum einnig út þau lið sem hafa fyrrum sóknar-coordinator sem aðalþjálfara sem mistekist hefur að koma liði sínu í Playoffið… Þá standa eftir 10 lið. Meðal þeirra eru Packers, Chiefs og Bucs – en þau eru öll nýbúin að spila í Conference championship leikjunum og búa yfir leikstjórnendum sem ekki þarf að skipta út. Meðal þeirra eru einnig Rams og Colts, sem eru bæði nýbúin að ná sér í glænýja leikstjórnendur. Og einnig má þar finna 49ers – sem líkt og Seahawks spilar í NFC West.
Þá standa eftir 4 lið. Það eru einmitt Cowboys, Bears, Raiders og Saints. Ég læt lesendur um að meta hvort draga megi af þessu einhverjar ályktanir.
Hvaða áhrif hefur lækkandi launaþak á Seahawks?
Seahawks eru með um $20 milljónir til að spila úr upp að launaþakinu miðað við núverandi stöðu. Það er nokkurn veginn í meðallagi miðað við önnur lið í NFL.
Segja má að fyrir nákvæmlega ári síðan hafi félagið verið í frábærri stöðu, með um þrefalt hærri upphæð úr að spila. Árangur félagsins á þeim leikmannamarkaði verður aftur á móti að teljast afar slakur. Í hópi þeirra leikmanna sem Seahawks nældi sér í þá voru Bruce Irvin (LB), Phillip Dorsett (WR) og BJ Finney (C/OG). Irvin sleit krossband í 2. viku gegn Patriots, Phillip Dorsett spilaði ekki eina einustu mínútu vegna meiðsla og BJ Finney… Tja, hvað skal segja? Hann var fenginn til liðsins til að verða nýji starting centerinn en endaði sem 3. efsti maður á blaði í þeirri stöðu og spilaði ekki eitt einasta sóknarsnapp fyrir Seahawks áður en honum var treidað í burtu í lok október.
Þá er rétt að minnast hér á hið risastóra treid sem Seahawks gerði síðastliðið sumar: Fengu Jamal Adams (S) frá Jets í skiptum fyrir Bradley McDougald (S), 1st round pick 2021, 3rd round pick 2021 og 1st round pick 2022. Með öðrum orðum: Seahawks fóru í win-now-mode. Til að gera langa sögu örstutta féll liðið út á heimavelli í Wild Card Round gegn Rams, þar sem varaleikstjórnandi Rams meiddist í fyrsta fjórðungi og Rams „neyddist“ til að nota Jared Goff það sem eftir lifði leiks.
Hvers vegna er ég að rifja upp síðastliðið offseason og síðastliðið leiktímabil í þessari umræðu? Þrátt fyrir ýmislegt jákvætt hjá liðinu á síðasta tímabili – 12 sigurleiki, frábær sókn framan af tímabili og virilega sterk vörn undir lok tímabils – þá hlýtur niðurstaða tímabilsins eftir þessa vænlegu stöðu fyrir ári síðan að teljast vonbrigði. Til samanburðar er liðið núna með umtalsvert minna laust fé, engan valrétt í fyrstu umferð í næstu tveimur dröftum og stendur einnig frammi fyrir erfiðum ákvörðunum hvað varðar leikmannahópinn sem fyrir er hjá félaginu.
Embed from Getty ImagesKomum rétt aðeins aftur að Jamal Adams (S). Seahawks standa einmitt frammi fyrir risastórri ákvörðun hvað hann varðar. Adams á enn eitt ár eftir af samningi sínum, en óvíst er hvort hann spili sáttur á þeim samningi, og varasamt fyrir liðið að láta hann fara í gegnum næsta tímabil án nýs samnings. Valkostirnir eru í raun bara tveir: Borga manninum (og það verður dýrt, líklega mun hann krefjast þess að verða launahæsti safety-inn í NFL) – eða treida honum. Eins virkilega góður og hann er í því sem hann gerir best á gæti hreinlega verið að síðari kosturinn sé bæði sá skynsamlegi og rétti í stöðunni.
Hverjir eru helstu leikmennirnir sem eru að verða samningslausir og hvernig sérðu Seattle taka á þeim málum?
Á miðju síðasta leiktímabili sýndi General Managerinn John Schneider snilli sýna þegar hann sendi BJ Finney (C/OG) og 7. umferðar valrétt til Bengals í skiptum fyrir Carlos Dunlap (DE) til að styrkja varnarlínuna sem hafði átt verulega undir högg að sækja framan af tímabili. Dunlap stóð heldur betur undir væntingum og átti 5 sack, 7 tackle for loss og 14 QB hits í 8 leikjum. Dunlap átti ár eftir af samningnum sínum og hefði kostað $14 milljónir á komandi tímabili, svo félagið tók þá ákvörðun í síðustu viku að binda endi á samstarf sitt við hann.
Embed from Getty ImagesSeahawks ákvað líkt og yfirleitt undir stjórn John Schneider (GM) og Pete Carroll (HC) að nota ekki franchise taggið, svo bæði Chris Carson (RB) og Shaquill Griffin (CB) eru frjálsir ferða sinna. Aðrir helstu leikmenn sem eru á síðustu dögum sinna samninga eru KJ Wright (LB), Quinton Dunbar (CB), David Moore (WR), Ethan Pocic (C/OG), Benson Mayowa (DE), Burce Irvin (LB) og Jacob Hollister (TE).
Þá hafa þeir Mike Iupati (OG) og Greg Olsen (TE) hengt skó sína upp á þvottasnúrurnar. Í ljósi þeirrar þröngu stöðu sem Seahawks eru í hvað cap-ið varðar á ég ekki von á því að margir af þeim sem hér hafa verið taldir upp fái nýja samninga, og það væri þá helst ef viðkomandi leikmönnum gengur ekki vel að finna sér ný lið sem vilja borga þeim góð laun sem þeir myndu snúa aftur á Norð-vestrið og þiggja miðlungsgóða samninga hjá Seahawks. Ef ég mætti velja tvo leikmenn úr þessum hópi sem ég myndi vilja sjá skrifa undir nýja samninga við liðið væru það Chris Carson (RB) og KJ Wright (LB). Chris Carson hefur staðið sig mjög vel sem helsti RB Seahawks undanfarin ár og meiðslasaga undanfarinna ára hjá honum gæti gert það að verkum að lið séu treg til að borga honum háar upphæðir. KJ Wright átti frábært tímabil með Seahawks á síðasta ári og hefur nú í nær áratug myndað ógnarsterkt teymi lineback-a með fyrirliða varnarinnar, Bobby Wagner.
Hvaða leikmenn eða leikstöður myndir þú forgangsraða á frjálsa leikmannamarkaðinum? Hvað viltu sjá frá þínum mönnum í nýliðavalinu?
Þegar ég svara spurningum sem varða vonir og væntingar til félagsins um nýja leikmenn á leikmannamarkaðinum og í nýliðavalinu þá þykir mér alltaf skemmtilegra að tala um forgangsröðun milli leikstaða inni á vellinum heldur en einstaka leikmenn sem hugsanlega gætu verið í boði. Kannski fyrst og fremst annars vegar vegna þess að það er svo gríðarlega erfitt að gera sér grein fyrir því hvaða leikmenn geti hugsanlega staðið Seahawks til boða bæði á leikmannamarkaðnum (þar sem Seahawks eru ekki þekktir fyrir það síðustu ár að taka þátt í grimmum uppboðum á dýrustu bitunum) og þegar röðin kemur að þeim í draftinu – og hins vegar vegna þess að mér þykir umræðan um forgangsröðun leikstaða á vellinum sem lið ætti að eyða sínum fjármunum í merkilegri umræða heldur en sú hvaða leikmenn það nákvæmlega eru sem réttara sé að veðja á en aðra.
Eftir því sem árin hafa liðið hef ég alltaf sannfærst betur og betur um það að gangur leiks í ameríska fótboltanum ræðst að svo gríðarlega stórum hluta á línunni. Ef annað liðið „vinnur“ hitt í báðum línubaráttunum eru gríðarlega miklar líkur á því að það sé betra liðið í leiknum og eins talsverðar líkur á því að það lið skori fleiri stig heldur en hitt.
Embed from Getty ImagesSeahawks er með mjög fína leikmenn í ýmsum stöðum á vellinum – en ég held að flestir geti verið sammála um að hvorki sóknarlínan né varnarlínan þeirra séu nógu góð í dag. Í sóknarlínunni vantar sárlega bæði vinstri guard og center, og varnarlínan þarf eins sárlega á helst tveimur virkilega góðum defensive end að halda, og einum defensive tackle hið minnsta. Vissulega þarf að bæta við leikmönnum í fleiri stöður en þessar, en þetta eru þær stöður sem ég vil sjá Seattle Seahawks leggja mesta áherslu á í leikmannamálum undirbúningstímabilsins.