New Orleans Saints hafa lokið þátttöku sinni í bónusbolta NFL deildarinnar og nú er fastlega reiknað með því að leikstjórnandi liðsins til 15 ára, Drew Brees, leggi skóna á hilluna. Brees sagði þó á blaðamannafundi eftir tapið gegn Tampa Bay að hann ætlaði að gefa sér tíma til að velta hlutunum fyrir sér áður en hann ákveður sig um framhaldið. Þetta sagði hann líka eftir seinasta tímabil en þá var ákvörðun hans að snúa aftur á völlinn og skrifaði hann í kjölfarið undir tveggja ára framlengingu við félagið.
Útfrá fjárhagslegu sjónarmiði er krítískt að leikstjórnandinn setjist í helgan stein því launaþaksmál Saints eru í algjörum hnút eftir að klúbburinn lagði allt í sölurnar til að reyna að vinna Ofurskálina í síðasta skipti með Drew Brees undir senter. Það gekk ekki og reikna má því með að grátleg frammistaða Brees gegn Buccaneers hafi verið hans seinasta með félaginu. Allavega myndi ákvörðun hans um að kalla þetta gott skipta miklu máli fyrir fjárhag liðsins fyrir komandi tímabil – sér í lagi í ljósi þess að áætlað er að launaþak deildarinnar lækki sökum tapreksturs vegna heimsfaraldursins.
Ég hafði samband við Hjalta Einarssonar, stuðningsmanns New Orleans Saints, sem var svo almennilegur að viðra skoðanir og pælingar sínar um möguleika liðsins á frjálsa leikmannamarkaðinum og í nýliðavalinu. Félagið er aðeins með 45 leikmenn undir samning fyrir komandi tímabil og eru, eins og staðan er akkúrat núna, u.þ.b. $90M yfir áætluðu launaþaki deildarinnar fyrir 2021 ($180M). Það má því vænta þess að þau lið sem eiga djúpa vasa fyrir næsta ár geti setið um leikmannahóp Saints og plokkað út leikmenn að vild, einfaldlega vegna þess að Saints ÞURFA að losa sig við pening af bókunum.
Hjalti: Er nóg að troða mosa í götin eða þarf að fara í endurreisn?
Það eru 45 leikmenn á samning 2021 hjá Saints og í raun þarf ekki að semja við marga
leikmenn en þetta er 90-95 milljón dollara hola í cap space. Það er talað um að það sé nánast frágengið hvernig Mickey Loomis ætli að brúa það bil með því að kötta Janoris Jenkins, Nick Easton, Malcom Brown, Terron Armstead og Kwon Alexander, en það losar u.þ.b. $30M undir launaþakinu.
Launaþakshögg Drew Brees fyrir komandi ár eru $36M en ef Brees hættir, þá sitja Saints uppi með $22.6M reikning og spara sér þar af leiðandi $13.5M (þeir geta skipt $22.6M á 2021 og 2022). Svo er mikið rætt um endurskipulagningu á samningum við t.d. Cameron Jordan, Andrus Peat, David Onyemata og Michael Thomas en það gæti farið langleiðina með að moka upp í þessa stóru holu. Það verður mikið fjör að fylgjast með þeim hvernig þeir tækla þetta og það verða örugglega hellingur af tilfærslum til að spara pening.
Embed from Getty ImagesStærstu spurningarnar snúa að leikstjórnandastöðunni og hvort þeir neyðist til að nota Taysom Hill þar, fyrst þeir gáfu honum samning í fyrra. Svo hvort þeir hreinlega treidi Michael Thomas! Það eru mun háværari pælingar með það eftir þetta erfiða tímabil hjá honum en Emmanuel Sanders verður trúlega losaður – geta þeir þá skipt Thomas? Ég held ekki. En það verður fróðlegt að sjá hvort þeir vaði í útherja strax í fyrsta valrétt, en þar koma Rondale Moore, Kadarius Toney eða Terrace Marshall fyrst til umræðu en Rashod Bateman gæti líka dottið í kjöltuna á þeim sem spennandi möguleiki. Kandarius Toney gæti verið mjög gott pick þar sem Payton elskar jarda eftir grip. Ef Thomas verður áfram hjá Saints gætu þeir frekar horft til Rondale Moore sem slot receiver en hér þyrfti samt að nota 1. umferðar valrétt.
Menn sem eru með lausa samninga og verður alltaf samið við að mínu viti eru Trey Hendrickson sem var með 13,5 fellur í deildakeppninni og er svakalega góður edge en það hlýtur að vera forgangsatriði að semja við han. Svo má nefna Alex Anzalone sem er, ásamt Kwon Alexander, lykil línuvörður í þessu liði. Jared Cook verður free agent – Adam Trautman kemur í raun inní schemið fyrir hann. Saints henti frá sér slatta af valréttum til að færa sig upp í nýliðavalinu til að tryggja sér hann í 3. umferð.
Jamies Winston er free agent. Payton er sagður vilja semja við hann aftur. Menn hafa mikið verið að lesa í komment hjá honum að næsti QB sé kominn í hús, gæti verið Taysom Hill (vonandi ekki, alls alls ekki) eða hreinlega Winston.
Embed from Getty ImagesEn það er líklega ekki fræðilegur möguleiki fyrir Saints að sækja sér leikstjórnanda og borga honum. Auðvitað væri draumur að geta sótt óánægðan Deshaun Watson og hent eitthverjum fjórum 1. umferðar valréttum í Texans, en það er bara ekki séns – en djöfull væri það sexy. Þjálfarar Saints hafa sagt að þeir séu virkilega ánægðir með það sem þeir hafa séð hjá Jamies Winston á þessu ári á æfingum þannig líklegast munum við horfa á Winston kasta boltanum næsta tímabil eða margumtalaða ólíkindatólið Taysom Hill sem á alls, alls ekki að vera QB 1 hjá liði eins og New Orleans Saints.
Hjalti: Saints taka nánast undantekningalaust varnarmann í 1. umferð nýliðavalsins
Saints eru yfirleitt mjög góðir að drafta, duglegir að treida sig ofar í röðina ef þeim virkilega langar í einhvern leikmann. 2017 árgangurinn ber kannski höfuð og herðar yfir vel heppnuð nýliðavöl hjá þeim síðustu ár þar sem þeir náðu Marshon Lattimore, Ryan Ramczyk, Marcus Williams, Alvin Kamara, Alex Anzalone og Trey Hendrickson.
Þeir eiga sitthvoran valréttinn í 1. umferð og 2. umferð, tvo í 3. umferð og einn í 4.umferð en ég held að draftið eigi algjörlega eftir að ráðast út frá því hvernig þeir tækla leikmannamarkaðinn í mars. Þeir hljóta að vera horfa til útherja fyrir Sanders og hlaupara fyrir Montgomery sóknarmegin við boltann en mesta þörfin á leikmönnum liggur í CB, LB, S, TE og auðvitað QB. Það hefur ekki gengið vel að drafta miðverði síðustu 3-4 ár þrátt fyrir þrálátar tilraunir (ef Gardner-Johnson er tekinn út fyrir sviga). Þar gætum við verið að horfa frekar til leikmanna með lausa samninga þetta árið. Innherjastöðuna sé ég þá ekki fyrir mér drafta enda eiga þeir bara 5 valrétti.
Embed from Getty ImagesSaints taka nánast undantekningarlaust varnarmann í 1. umferðinni. Ég veit ekki hvort þeir breyti útaf þeim vana í ár en ég efast stórlega um það. Ég tel líklegt að sóknartæklari, línuvörður eða bakvörður komi til með að verða fyrir valinu í 1. umferð – verði einhver almennilegur laus.
Zaven Collins frá Tulsa eða Nick Bolton gætu hæglega orðið fyrsta (raunsæa) val í línuvarðarstöðunni. Þeir völdu Zack Baun í 2. umferð í fyrra en hann hefur ekki ennþá sýnt neitt, spurningin er hvort þeir reyni að koma honum betur inní vörnina eða fjárfesti í öðrum línuverði. Caleb Farley frá Virgina Tech, Patrick Surtain II frá Alabama og Jaycee Horn frá South Carolina koma til greina í mínum huga ef Saints vilja taka bakvörð með fyrsta vali. Það gæti komið til þess að þeir þurfi að sætta sig við Tyson Campbell frá Georgia, en hann líklega ekki þeirra ákjósanlegasti kostur. Hvað sóknartæklara varðar þá gætu Christian Darrisaw og Teven Jenkins komið til greina. Það kæmi mér ekki á óvart að ef einhver af þessum yrði ennþá í boði yrði hann fyrsta val. Saints velja númer 28 í röðinni þannig að það eru miklar líkur á að búið verði að sópa mörgum af þeim upp, fyrr í valinu.
Embed from Getty ImagesEins og ég kom inná áðan er leikstjórnandastaðan risastórt spurningamerki. Ég held að enginn hafi hugmynd um hvað þeir ætla sér hérna! Það gæti sett allt þetta sem ég hef skrifað hér að ofan í algjört uppnám. Eru þeir að fara drafta leikstjórnanda? Það er nú ekki þannig hljómur í þeim, en Kyle Trask hjá Florida Gators hefur verið laumað inn í umræðuna sem spennandi kostur fyrir þá. Svo gætu þeir reynt að treida sér ofar í Mac Jones jafnvel Trey Lance, hver veit? Ekki ég allavega.