Næstur á svið er Magnús Sigurjón Guðmundsson, stuðninsmaður Atlanta Falcons. Hann reyndist einnig svo indæll að gefa sér tíma til að spá í spilin hjá liðinu sínu fyrir þessa umfjöllunarseríu Leikdags. Maggi er illa brenndur eftir áralangan stuðning við Falcons liðið en hann reyndist ekki bjartsýnn á nánustu framtíð liðsins en hann svaraði nokkrum spurningum sem ég lagði fyrir hann.
Hvaða áhrif hefur lækkandi launaþak á Falcons?
Falcons hafa verið í bölvuðu basli hvað varðar launaþakið í langan tíma og ljóst var að nýja GM-num Terry Fontenot biði ærið verkefni. Forveri hans Thomas Dimitroff hafði verið að taka stóra sénsa enda hann og þáverandi þjálfari liðsins Dan Quinn báðir með bakið upp við vegg. Dimitroff gerði lítið úr launaþaksvandræðunum og sagðist hreinlega vera að búa til hóp sem gæti unnið bikarinn stóra. Það sprakk í andlitið á honum og fengu bæði hann og Dan Quinn reisupassann. Eigandi Atlanta Falcons réð nýjan þjálfara og nýjan GM sem hafa svo mokað inn þjálfurum bæði sóknar- og varnarlega. Nýji þjálfarinn, Arthur Smith, var alls ekki mest sexy bitinn á markaðnum og nýi GM-inn ekki heldur. Það segir kannski allt sem segja þarf? Þeir bestu vildu ekki pota í Falcons með priki? Ég vona innilega að gamla þjóðsagan um ljóta froskinn sem fær blautan koss frá prinsessu og verður samstundis af kynþokkafullum prins verði að veruleika í Atlanta. Líkurnar eru aftur á móti hverfandi.
Embed from Getty ImagesLaunaþaksvandræðin fyrir næsta tímabil eru í raun ekki vandræði…. þau eru hreint helvíti. Ljóst er að Fontenot þarf að sýna töfrabrögð til þess eins að láta þetta ganga upp. Hann hefur nú þegar sent leikmönnum uppsagnarbréf og er klárt að hann þarf að gera mun meira fyrir þann 17. mars þegar free agency-ið byrjar. Miðað við stöðuna eins og hún er núna þá þarf hann að hreinsa sirka $20 milljónir til þess að færa Falcsons nær núllinu. Þeir eru núna $20 milljónum yfir launaþakinu – þrátt fyrir að vera búnir að losa um menn. Þar spilar stóra rullu dreifingin á cap hittinu sem Desmond Trufant skildi eftir. Ef við gefum okkur að Falcons þurfi $6-7 milljónir til þess að semja við nýliðana sem þeir taka í nýliðavalinu og þurfi að endursemja við þá sem eru að renna út á samning – þá er ljóst að orðið “vandræði” er alltof mjúkt. Þetta er nefnilega hreinasta helvíti.
Fyrir þann 17. mars mun Terry Fontenot því gera allt sem hann getur til að búa til pláss á bankabókinni. Til að gera það þarf hann að grandskoða samninga 8 leikmanna liðsins sem éta upp næstum allar launagreiðslurnar. Það er búið að vera allskyns orðrómar um trade á stærstu stjörnunum en það er jafn harðan blásið á þá. Þannig hvernig í ósköpunum ætlar hann þá að gera þetta? Morgunljóst er að hann mun reyna að endursníða samninga þeirra stóru, færa til laun þessara átta með því að gera samninga um lægri launagreiðslur en stærri undirskriftarbónusa. Klúbburinn þarf núna kraftaverk og er ljóst að endurupptaka á ráðningarsamningum er ekki nóg til að hreinsa upp skituna. Næstu mánuðir verða langir og strangir í bakherbergjunum í Atlanta. Allt verður skoðað og svo verða erfiðar ákvarðanir teknar. Það er jafnvel talið líklegt að menn eins og Dante Fowler og James Carpenter fari á hauganna ef töfrabrögðin verða ekki nægilega góð hjá Fontenot en Fowler fékk risasamning í fyrra. Það kæmi manni ekki á óvart ef Fontenot væri að anda hressilega ofan í bréfpoka þessa stundina.
Hverjir eru helstu leikmennirnir sem eru að verða samningslausir og hvernig sérðu Falcons taka á þeim málum?
Falcons eru búnir að losa sig við Ricardo Allen og Allen Bailey til að búa til meira rúm fyrir laun. Það er ekki nóg eins og áður sagði og því morgunljóst að þeir munu losa sig við fleiri. Íþróttafréttamenn Atlantaborgar hafa skeggrætt þann möguleika að nýi GM-inn sé búinn að segja öðrum liðum deildarinnar að átta launahæstu mennirnir: Matt Ryan, Julio Jones, Jake Matthews, Deion Jones, Grady Jarrett, Dante Fowler, James Carpenter og Tyeler Davison séu falir fyrir rétta upphæð. Brunaútsalan í Atlanta er hafin? En jafn harðan og þessi umræða ratar í fjölmiðla er hún kvödd niður. Ég er ekki góður í töfrabrögðum en veit þó að töfrar vaxa ekki á trjám. Það þarf kraftaverk til að losa Falcons úr vandræðunum með launaþakið en á sama tíma þarf liðið fleiri púsl til þess eins að ná í lið. Hvernig fer sú vinna saman?
Þeir sem eru að verða samningslausir eru meðal annars:
- QB Matt Schaub – hættur
- RB Todd Gurley
- RB Brian Hill
- TE Luke Stocker
- FS Damontae Kazee
- SS Keanu Neal
- C Alex Mack
- K Younghoe Koo
Það er hreinlega heimtufrekja af mér að vona að þeir reyni að halda í obbann af þessum mönnum. Útsalan er hafin og Atlanta Falcons mun þurfa að segja bless við góða leikmenn sem við stuðningsmenn viljum halda í. Mínir blautustu draumar í fyrra voru að fá Todd Gurley. Gamli Georgia Bulldogs hlauparinn var mættur aftur í fylkið sem elskar hann. Þeir blautu draumar urðu strax að þurrkaðri eyðimörk þegar Dan Quinn sagðist ætla að nota hann þannig að hann fengi sirka 10-12 hlaup í leik. Falcons vantar vara QB en Schaub er hættur. Ito Smith er eini hlauparinn sem eftir er í liðinu og því kannski möst að reyna að halda í Brian Hill þar sem að Gurley er of dýr fyrir lið í launavandræðum. Ég þrái samt enn blautan draum um Gurley í Falcons liði sem hleypur honum 18-22 sinnum á skeið í leik. Varnarlega vantar liðinu alla hjálp í heiminum og roskni DC-inn Dean Pees mun vera hávær undir sínum gamla samstarfsfélaga Arthur Smith. Það verður allt gert til að tjasla vörninni saman. Hvað þeir gera þar megin á vellinum verður skemmtilegt að sjá.
Embed from Getty ImagesHvaða leikmenn eða leikstöður myndir þú forgangsraða á frjálsa leikmannamarkaðinum?
Þessi spurning er erfið því það veltur rosalega á því hvernig tekst til við það að hreinsa upp launavandræðin. Stuðningsmenn Falcons vilja sumir hverjir sjá Desmond Trufant koma aftur heim. Matt Patricia skemmdi karlgreyið en Trufant var ljónharður CB á stórum köflum hjá Falcons.
Embed from Getty ImagesAtlanta þarf varnarmenn, vara QB, RB og TE til að spila með Hayden Hurst. Það er erfitt að ráða menn þegar engir eru til peningarnir. Þurfum við ekki bara að taka rest og rusl? Menn eins og Marlon Mack og Duke Johnson hafa verið orðaðir við liðið og sá orðrómur veldur mér engum draumórum. Einnig hafa menn reynt að fabúlera með að Chris Carson gæti verið púslið sem myndi smella beint inn í liðið en það hlýtur að teljast langsótt. DaQuan Jones, Jurell Casey og Kamalei Correa eru varnarbitar sem Dean Pees þekkir vel og ef honum tekst að vera frekur þá gætu Falcons reynt að fá þá yfir til borgarinnar.
Svartsýnis Maggi er ekki vongóður á þetta off season. Þetta er brekka. Þetta verður brekka. Þetta er maus. Ekkert auðvelt er í stöðunni og ég finn til með Terry Fontenot.
Hvað viltu sjá frá þínum mönnum í nýliðvalinu?
Atlanta Falcons eiga fjórða valrétt í ár og hafa bollaleggingar um nýliðavalið verið miklar. Hvað þeir gera mun ráðast á næstu vikum en hvernig tekst til að losa um laun og hvernig þeim gengur að fá inn reynslubolta mun skipta höfuðmáli. Falcons þurfa varnarmenn en á síðasta tímabili var liðið með 29 leikstjórnendafellur en aðeins 7 af þeim komu frá DE sem hlýtur að þýða að edge rush staðan verði í forgrunni. Þeir þurfa að bæta við sig vopnum þar en gæða leikmenn í þeim stöðum kosta skildinginn og því koma væntanlega engir alvöru menn af frjálsa leikmannamarkaðnum. Falcons sækja því væntanlega edge rusher í nýliðavalinu. Dante Fowler var með skitnar þrjár leikstjórnendafellur í fyrra og Falcons stuðningsmenn vilja eitthvað skrímsli. Guð forði okkur frá nýjum Vic Beasley eða Takkarist McKinley. Að nýta fjórða valréttinn í varnarbuff er eitthvað sem fáir telji að gerist. Sú skoðun sem hefur verið hávær er að Falcons taki QB sem krúnprins undir Matt Ryan. Þar hafa verið nefndir Justin Fields eða Zach Wilson.
Embed from Getty ImagesÉg ætla að halla mér aftur og sjá hvað nýi GM-inn gerir. Sóknarlega eigum við fína útherja og mjög góðan QB sem fær alltof litla ást. Þessir menn eiga það skilið að fá smá hjálp. Björgunarhringurinn gæti reynst í einhverju óvæntu útspili í trade-i eða á frjálsa markaðnum. Svo verður farið í það að sækja fýsileg hross í nýliðavalinu. Það gæti alveg gerst að lið falist eftir fjórða valréttinum og Falcons taki boðinu til að hámarka verðgildið. Það kæmi mér ekkert á óvart ef að stórar fréttir berist úr Atlanta. Fréttir eins og “Matt Ryan farinn yfir til Patriots” og svo færi Falcons sig neðar í nýliðavalinu og taki Trey Lance.
Allskonar nýliðar hafa verið orðaðir við þá í fyrstu umferðinni. Menn eins og LB/EDGE Micah Parsons frá Penn State, bakverðirnir Caleb Farley frá Virginia Tech og Patrick Surtain II frá Alabama háskólanum. Ég þori engu að spá. Nýtt teymi er komið til að stýra skútunni og ég er spenntur að sjá hvað þeir gera. Erum við að fá öskubuskuævintýri í Atlanta eða verður þessi óspennandi og ósexy þjálfari niðurgangur? Verður honum hent undir strætóinn meðan hreinsað verður út?
Guð forði mér. Það er erfitt að vera Atlanta Falcons maður þessa stundina…… sem og reyndar alltof margar aðrar. Knúsið mig næst þegar þið sjáið mig. I need it!