Arnór Helgason, aðdáandi Chicago Bears, skrifaði nokkur orð um komandi tíma hjá sínu liði og hvers má vænta á leikmannamarkaðinum og nýliðavalinu á komandi vikum.
NFC South: Saints með bakið uppvið vegg
NFC South: Nýjir tímar framundan hjá Falcons en holan er djúp
AFC South: Jaguars í dauðafæri til að snúa blaðinu við
Hvaða áhrif hefur lækkandi launaþak á Bears?
Chicago Bears eru í allt í lagi málum cap-lega séð. Þeir bjuggu til 23 milljónir í capspace með því að endurgera nokkra samninga núna í vikunni sem eru góðar fréttir en þeir þurfa þó líklega að láta einhverja fara ef þeir ætla að geta gert stóra hluti á frjálsa leikmannamarkaðnum.
Hverjir eru helstu leikmennirnir sem eru að verða samningslausir og hvernig sérðu Bears taka á þeim málum?
Í vikunni sömdu Bears við DE Mario Edwards Jr. og hafa einnig endurnýjað samning K Cario Santos sem var flottur á síðasta tímabil þannig að það eru jákvæðar fréttir. Bears hafa notað Francise tag-ið á stjörnu WR Allen Robinson en samkvæmt fréttum hefur hann engan áhuga á því að skrifa undir það en ég vona innilega að Bears og Robinson komist að samkomulagi. En ekki er ennþá víst hver verður QB hjá Bears á næsta tímabili.
Embed from Getty ImagesHvaða leikmenn eða leikstöður myndir þú forgangsraða á frjálsa leikmannamarkaðinum?
Greint hefur verið frá því að Mitch Trubisky verði ekki gefinn nýr samningur og Bears eru víst tilbúnir að tjalda öllu til fyrir Russell Wilson. Að fá Wilson væri draumur og að krækja í hann hlýtur að vera fremst í forgangsröðinni hjá stjórnendum Bears en það verður sárt að sjá Prinsinn fara þar sem ég er líklega harðasti Truby maður landsins en svona er þetta sport, menn koma og fara og stuðningsmenn verða bara að taka því.
Embed from Getty ImagesHvað viltu sjá frá þínum mönnum í nýliðvalinu?
Nýliðavalið verður áhugavert hjá Bears. Mér þykir mjög líklegt að valréttinum í fyrstu umferð verði trade-að burt í skiptum fyrir QB en allt hitt er spurningamerki en liðið á samtals 9 valrétti þetta árið. Ég myndi vilja sjá Bears taka sóknarlínumann með sínum fyrsta valrétt og síðan varnarbakvörð. Það sást augljóslega á síðasta tímabili að þetta eru stöðurnar sem vantar breidd í og er nýliðavalið góð leið til laga þetta.