Í fyrra tók ég saman verðmætustu samninga í NBA deildinni en ég greindi frá þremur leikmönnum í þremur flokkum (bakverðir, framherjar og miðherjar) sem skoruðu hæst í verðmætastigum Spotrac.
Þar lýsti ég aðferð Spotrac en ég ætla að nota sömu útskýringu hér því aðferðin hefur ekki breyst, bara leikmennirnir. Í þetta skiptið ætla ég að bjóða upp á tíu leikmenn í hverri “stöðu”.
Verðmætastigin eru reiknuð þannig að tölfræði leikmanns er borin saman við kollega hans í sömu stöðu (minnst 35% leikjaþátttaka, minnst 7 mín. í leik). Síðan eru laun leikmanns borin saman við meðallaun leikmanna í sömu stöðu. Munurinn á tölfræði framlagi og munurinn á tekjum er samanlagður og þannig fást verðmætastig Spotrac.
Hugmyndin var að deila þessu innleggi eftir að deildarkeppni NBA kláraðist en í ljósi þess að tímabilinu hefur verið aflýst er ekkert því til fyrirstöðu að birta þessa lista. Þetta tímabil er að öllum líkindum búið og kemur aldrei aftur svo þetta ættu að vera lokaniðurstöður verðmætastiga Spotrac:


