Nostalgíu veislan heldur áfram hér á Leikdegi en í þetta skiptið snýst spurningaleikurinn um þá leikmenn sem settu flesta þrista á aldamóta tímabilinu 1999/2000.
Eins og við vitum flest öll þá hafa vinsældir þriggja stiga skotsins náð nýjum hæðum undanfarin ár en spurningin er: Hvar endar æðið? Sjáum við einhverntíman leikmann reyna 15 þrista að meðaltali í leik yfir heilt tímabil? James Harden reyndi 13.2 þrista í leik tímabilið 2018/2019 sem er það mesta sem leikmaður hefur reynt í sögu NBA. Hvar endar þetta?