Paul George fékk á dögunum fjögurra ára hámarks framlengingu að verðmæti $190M, stuttu eftir að Los Angeles Clippers klúðruðu 3-1 forystu gegn Denver Nuggets í úrslitakeppnisbúbblunni. Paul George var ískaldur í úrslitakeppninni með 39,8% skotnýtingu. Það tók ekki langan tíma að finna upp Playoff P eða Way-off P til að pakka frammistöðu leikmannsins inn í eftirminnilegt gælunafn.
Með það í huga, getur þú nefnt alla 25 leikmennina útfrá gælunöfnum þeirra?