Það er hægt að reikna með því að metið yfir flesta skoraða þrista fyrir eitt NBA félag falli á komandi tímabili. Indiana Pacers situr, eins og staðan er núna, á toppi listans með 2560 skoraða þrista frá einum og sama leikmanninum en aðeins munar 65 þriggja stiga körfum á Pacers og Golden State Warriors. Í neðsta sæti eru Minnesota Timberwolves en enginn leikmaður hefur skorað meira en 520 þrista fyrir félagið.
Getur þú nefnt alla leikmennina sem eiga félagsmet yfir flesta skoraða þrista?