Aðeins fjórum sinnum í sögu NBA hefur leikmaður sett niður fleiri en 300 þriggja stiga körfur. Það kemur engan veginn á óvart að þeir áfangar hafi náðst á seinustu fimm árum, í takt við þróun skotavals NBA liða.
Það kemur skemmtilega á óvart að fjórum leikmönnum hafi tekist að rífa 220 þrista múrinn tímabilið 1995-96. Það er eitthvað sem segir manni að þessir leikmenn hafi alveg verið til í að spila í núverandi NBA landslagi!