Fyrr í nótt gaf NBA deildin út þá tilkynningu um að restinni af tímabilinu yrði frestað vegna COVID-19 veirunnar. Rudy Gobert leikmaður Utah Jazz hefur verið greindur með veiruna og hefur deildin tekið þá ákvörðun að það sé fyrir bestu að blása prógrammið af til að sporna við útbreiðslu veirunnar þar í landi.
Myndband hefur verið að ganga manna á milli á twitter sem sýnir Rudy Gobert ljúka fréttamanna viðtölum á mánudagskvöld en á leiðinni út snýr hann sér við og snertir alla hljóðnemana sem voru fyrir framan hann. Þetta gerist áður en hann greinist jákvæður fyrir COVID-19 en er engu að síður stórfurðulegt.
Fred Hoiberg, fyrrverandi þjálfari Chicago Bulls og núverandi þjálfari Nebraska háskólans, var fluttur á sjúkrahús í kvöld en liðið hans var enn að spila þegar hann yfirgaf völlinn. Hann hafði verið hóstandi og augljóslega slappur á hliðarlínunni.
Bandaríkjamenn eru ekki að taka þessu af stillingu en fyrr í kvöld setti forseti þjóðarinnar, Donald Trump, á farbann milli Bandraíkjanna og Evrópu.