Eftir að nýjir kjarasamningar milli leikmanna og deildarinnar voru undirritaðir fyrr á árinu lá ljóst fyrir að úrslitakeppnin myndi breytast. Eitt lið úr hvorri deild, AFC og NFC, bætist við úrslitakeppnis strúktúrinn og aðeins liðið með bestu úrslitaskrána fær að sitja hjá í 1. umferð.
Uppsetning keppninnar hefur löngum verið gagnrýnd og loks hefur verið gert eitthvað í málunum. Með breytingunum eru meiri líkur að bestu lið NFL komist öll inn í úrslitakeppnina en hingað til hefur skipt meiru máli í hvaða riðli þú spilar.
Ég tók saman þau lið sem leiða sína riðla og wildcard liðin sem kæmust inn í mótið ef deildin kláraðist í dag. Til að skera úr á milli liða með sömu úrslitaskrána leit ég einfaldlega á stigaskorsmun. Nú veit ég ekki hvernig NFL deildin ætlar að tækla nákvæmlega þessi mál en í þessari æfingu sættum við okkur við stigaskorsmuninn.
