Í þætti dagsins á hlaðvarpi Michael Lombardi og Adnan Virk, The GM Shuffle, nefndi Virk 13 samningslausa leikmenn og bað hann Lombardi um að nefna liðið sem hreppir þá. Michael Lombardi er stórt nafn innan NFL samfélagsins, en hann hefur unnið sem njósnari Bill Walsh hjá 49ers og aðstoðamaður þjálfarateymis Bill Belichick hjá Patriots. Hann vinnur nú hjá The Athletic og heldur úti þessu hlaðvarpi samhliða.
Þetta er það sem hann hafði að segja um þessa leikmenn en Lombardi er mjög svo innvinklaður í deildina og heyrir margt sem margir heyra fátt um.
Philip Rivers (QB)
Lombardi: “Ég heyri að hann vilji fara til Tennessee. Ég treysti þeim heimildum. Það er sá staður sem hann myndi helst kjósa. Ég hugsa að það verði annaðhvort Tennessee eða Tampa sem semur við hann.”
Ryan Tannehill (QB)
Lombardi: “Ef Tennessee hafa ekki franchise taggað hann þegar lið mega byrja að tala við leikmenn þá myndi ég segja að hann fari til Oakland. Hann er fullkominn fyrir það sem Gruden vill.”
Teddy Bridgewater (QB)
Lombardi: “Ég heyri að Tampa séu algjörlega ástfangnir af Teddy. Ég heyri að það verði annaðhvort Teddy Bridgewater eða Philip Rivers í Tampa Bay. Allir sem ég talaði við á NFL Combine sem eru í deildinni segja að hann fari þangað og að á mánudaginn – þegar lið mega byrja að tala við leikmenn – verði þeir tilbúnir með flottan samning fyrir hann.”
Anthony Harris (SS)
Lombardi: “Þessi er erfiður. Það eru svo mörg lið sem þurfa bakvörð. Ég ætla að segja Jacksonville hérna. Jacksonville elska að eyða pening í bakverði, þeir hafa gert það áður. Ég held að Jacksonville verði liðið.”
Byron Jones (CB)
Lombardi: “Ég ætla að segja Eagles alla leið hérna. Ég veit að Eagles vilja spila maður á mann, þeir vilja spila cover 2 vörn og ég held að hann passi við það sem þeir vilja gera. Ég held að Philly muni eyða miklu til að ná sér í útvörð og ég held það verði Byron Jones.”
Chris Harris Jr. (CB)
Ég held að Houston Texans muni eyða miklum pening til að fá Chris Harris. Hann getur spilað í hólfinu fyrir þá (slot corner) og ég held þeir séu hrifnir af honum. Texans eru með haug af plássi undir launaþakinu og eiga fáa nýliðavalrétti og muni koma til með að borga Chris Harris flottan pening.”
Jameis Winston (QB)
Lombardi: “Ég held að hann verði ekki franchise taggaður og ég held að hann gæti orðið útundan í svolítinn tíma. Ég held að hann þurfi að samþykkja “sannaðu-þig” samning einhversstaðar. Orðið á götunni er að það séu fáir hrifnir af honum. Ég er ekki með neinn ákveðinn lendingastað fyrir hann. Gæti hann bakkað upp Kyler Murray hjá Arizona? Ég veit ekki hvort hann taki þá áhættu. Kannski Carolina en ég held þeir semji við Phillip Walker úr XFL-deildinni. Matt Rhule þekkir hann frá tíma sínum hjá Temple og Carolina vantar leikstjórnanda.”
Jadeveon Clowney (EDGE)
Lombardi: “Ég ætla að giska á Philly hérna en aðeins vegna þess að ég held þeir reyni að sækja sér útvörð og skyndiliða á leikmannamarkaðinum og velji síðan grípara í nýliðavalinu.”
Marcus Mariota (QB)
Lombardi: “Ég gæti séð New England semja við Mariota. Ég gæti séð Jacksonville taka séns á honum. Gæti hann farið til Green Bay og verið varaleikstjórnandi? Engin spurning. Hann mun fara til liðs sem keyrir vesturstrandar sókn, hann verður varaleikstjórnandi, liðið vinnur í honum í eitt ár og undirbýr hann fyrir annað tækifæri. Ég gæti séð Pittsburgh fyrir mér líka.”
Hunter Henry (TE)
Lombardi: “Ég held hann fari til New England. Ég held að það sé fullkominn lendingastaður fyrir hann. Ég held a New England þurfi að borga fyrir innherja og það verður Henry.”
Jack Conklin (RT)
Lombardi: “Hann gæti orðið fyrsti leikmaðurinn til að skrifa undir fyrir nýtt lið. Mjög heitur biti á markaðinum. Ég held að Washington muni bjóða honum risasamning til að laga sóknarlínuna hjá sér..”
Joe Thuney (OG)
Lombardi: “Hann mun fá borgað. Ég ætla að giska á Chargers. Þeim sárvantar innri sóknarlínumanna hjálp. Hann passar við það sem þeir gera.”
D.J. Reader (NT)
Lombardi: “Ég segi að hann fari til Denver og þeir komi til með að borga honum mikla peninga. D.J. Reader er vinsæl vara í augum allra. Það kæmi mér ekki á óvart ef hann væri einn af fyrstu leikmönnunum til að samþykkja nýjan samning og ég held að Denver vilji hann sárlega.”